Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli? Rut Einarsdóttir skrifar 14. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á alþjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að viðhalda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasáttmálann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgildingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmálanum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnréttislög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu innleiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir, þá sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og eingöngu sé farið eftir íslenskum lögum, sem ekki eru jafn sterk og kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvort kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kynbundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórnvalda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum, eins og kemur fram í skuggaskýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat hefur vændi aukist gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. Til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjármagni til þess að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sáttmálinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglulega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfuharðar, því jafnrétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóðaskuldbindingar, tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og styðjum um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé samræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Í skyggaskýrslu samtakanna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins þann 4.júlí þar sem farið verður ítarlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á alþjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að viðhalda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasáttmálann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgildingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmálanum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnréttislög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu innleiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir, þá sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og eingöngu sé farið eftir íslenskum lögum, sem ekki eru jafn sterk og kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvort kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kynbundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórnvalda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum, eins og kemur fram í skuggaskýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat hefur vændi aukist gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. Til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjármagni til þess að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sáttmálinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglulega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfuharðar, því jafnrétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóðaskuldbindingar, tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og styðjum um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé samræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Í skyggaskýrslu samtakanna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins þann 4.júlí þar sem farið verður ítarlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar