Fráfarandi formaður körfuknattleiksdeildar KR: „Mætti halda að ég væri deyjandi maður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 10:00 Böðvar Guðjónsson hefur verið formaður körfuknattleiksdeildar KR undanfarin ár. Stöð 2 „Mér líður bara mjög vel. Það mætti halda að ég væri deyjandi maður eins og þú ert að tala við mig núna,“ sagði Böðvar Guðjónsson fráfarandi formaður körfuknattleiks-deildar KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira