Fráfarandi formaður körfuknattleiksdeildar KR: „Mætti halda að ég væri deyjandi maður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 10:00 Böðvar Guðjónsson hefur verið formaður körfuknattleiksdeildar KR undanfarin ár. Stöð 2 „Mér líður bara mjög vel. Það mætti halda að ég væri deyjandi maður eins og þú ert að tala við mig núna,“ sagði Böðvar Guðjónsson fráfarandi formaður körfuknattleiks-deildar KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira