O´Neal yngri í nýliðavalinu: Æfði með Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 15:01 Feðgarnir á góðri stundu. Tiffany Rose/Getty Images Shareef O‘Neal, sonur hins goðsagnakennda Shaquille O‘Neal, er meðal þeirra leikmanna sem verða í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fer í nótt. O‘Neal yngri æfði með liðinu sem faðir hans er hvað þekktastur fyrir að spila með. Shaquille O‘Neal, eða einfaldlega Shaq eins og hann er nær alltaf kallaður, er í dag meðal þeirra sem fjalla um NBA deildina Vestanhafs. Hinn fimmtugi Shaq er af mörgum talinn einn besti miðherji sögunnar og lék með Los Angeles Lakers frá 1996-2004. Varð hann þrívegis meistari með liðinu en Shaq og Kobe Bryant heitinn voru eitt besta tvíeyki sem deildin hafði séð. Eftir dvöl sína í Los Angeles fór Shaq til Miami Heat, þar sem hann bætti fjórða meistaratitlinum í safnið, og þaðan til Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og loks Boston Celtics áður en skórnir fóru upp í hillu. Hinn 22 ára gamli Shareef O‘Neal hefur glímt við hjartavandamál og fór í aðgerð árið 2020 sem talin er hafa bjargað lífi hans. Síðan þá hefur hann ekki spilað jafn mikið og áður í háskólaboltanum en er samt sem áður skráður til leiks í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá æfði hann með Lakers í aðdraganda valsins. Working out for the #LakeShow today: Shareef O Neal@SSJreef x @LSUBasketball pic.twitter.com/aItpdk4hND— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 21, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann fetar í fótspor föður síns með því að spila fyrir Lakers eða þá mögulega eitt af hinum fimm liðunum sem Shaq spilaði fyrir en O‘Neal eldri hóf ferilinn í Orlando. Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Shaquille O‘Neal, eða einfaldlega Shaq eins og hann er nær alltaf kallaður, er í dag meðal þeirra sem fjalla um NBA deildina Vestanhafs. Hinn fimmtugi Shaq er af mörgum talinn einn besti miðherji sögunnar og lék með Los Angeles Lakers frá 1996-2004. Varð hann þrívegis meistari með liðinu en Shaq og Kobe Bryant heitinn voru eitt besta tvíeyki sem deildin hafði séð. Eftir dvöl sína í Los Angeles fór Shaq til Miami Heat, þar sem hann bætti fjórða meistaratitlinum í safnið, og þaðan til Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og loks Boston Celtics áður en skórnir fóru upp í hillu. Hinn 22 ára gamli Shareef O‘Neal hefur glímt við hjartavandamál og fór í aðgerð árið 2020 sem talin er hafa bjargað lífi hans. Síðan þá hefur hann ekki spilað jafn mikið og áður í háskólaboltanum en er samt sem áður skráður til leiks í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá æfði hann með Lakers í aðdraganda valsins. Working out for the #LakeShow today: Shareef O Neal@SSJreef x @LSUBasketball pic.twitter.com/aItpdk4hND— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 21, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann fetar í fótspor föður síns með því að spila fyrir Lakers eða þá mögulega eitt af hinum fimm liðunum sem Shaq spilaði fyrir en O‘Neal eldri hóf ferilinn í Orlando.
Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira