Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 09:35 Starfsfólk heilsugæslustöðvar Planned Parenthood í Los Angeles sýna stuðning við mótmæli gegn hæstaréttardómi sem afnam rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Þungunarrof verður enn löglegt í Kaliforníu en verður bannað eða takmarkað verulega í um helmingi Bandaríkjanna. Vísir/EPA Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Sex íhaldssamir dómarar Hæstaréttar sneru við tæplega hálfrar aldar gömlu fordæmi sem kennt er við Roe gegn Wade um að konu hafi stjórnarskrábundinn rétt til þungunarrofs þegar þeir leyfðu lögum frá Mississippi um bann eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa. Afar fátítt er að dómafordæmi sé snúið við. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru undir þennan dag búinn. Þar eru í gildi lög sem kveða á um bann eða takmarkanir við þungunarrofi sem virkjuðust um leið og Hæstirétturinn kvað upp dóm sinn. Heilsugæslusamtökin Planned Parenthood telja að 36 milljónir kvenna á barnseignaaldri missi aðgang að þungunarrofi í heimaríkjum sínum eftir dóminn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Slík lög hafa þegar verið vikjuð í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama. Í Mississippi og Norður-Dakóta þarf dómsmálaráðherran að samþykkja gildistöku laganna. Í Idaho, Tennessee og Texas taka lögin gildi eftir þrjátíu daga en í Wyoming eftir fimm daga. Í Utah þarf þingnefnd að samþykkja bannið. Frjálslyndari ríki eins og Kalifornía, Washington og Oregon hafa þegar gefið það út að þau muni veita konum sem leita þangað í þungunarrof vernd. Joe Biden forseti sagðist í gær ætla að tryggja að ríki sem banna þungunarrof gætu ekki komið í veg fyrir að konur sæktu sér meðferðina í ríkjum þar sem það er löglegt. Ákvörðunni var mótmælt víða í gær og búist er við því að mótmælin haldi áfram í dag. President Joe Biden said the U.S. Supreme Court decision to overturn the constitutional right to abortion was a sad day that will deny women in America control of their own destiny https://t.co/Z5gMGntJEG pic.twitter.com/2Uow0cYQW7— Reuters (@Reuters) June 25, 2022 Hróp gerð að skjólstæðingum heilsugæslustöðvar Dyrum heilsugæslustöðvar sem gerði þungunarrof í Little Rock í Arkansas var læst um leið og dómur hæstaréttar var birtur á netinu í gær. Hringt var í konur til að láta þær vita að tímabókunum þeirra hefði verið aflýst. „Að þurfa að hringja í sjúklinga og segja þeim að Roe gegn Wade hefði verið snúið við var átakanlegt,“ sagði Ashli Hunt, hjúkrunarfræðingur við stöðina, við BBC. Andstæðingar þungunarrofs fögnuðu fyrir utan heilsugæslustöðina og gerðu hróp að fólki sem lagði bílum sínum fyrir utan og hafði ekki heyrt tíðindin. „Ég legg til að þið snúið við og yfirgefið þetta syndabæli, þennan stað óréttlætis, þennan illa stað,“ hrópaði mótmælandi á skjólstæðinga stöðvarinnar. Í New Orleans í Lúisíana var einni af þremur heilsugæslustöðvum ríkisins sem gera þungunarrof strax lokað í gær. Lind Kocher, sjálfboðaliði sem fylgir konum í gegnum þvögu mótmælenda þar, sagði BBC að ríkar konur ætti enn eftir að geta farið í þungunarrof í öðrum ríkjum en þær fátæku sætu eftir í súpunni og neyddust til að leita uppi ólöglegt þungunarrof í skúmaskotum líkt og fyrir tíma Roe gegn Wade. Síðustu heilsugæslustöðinni sem gerði þungunarrof í Jackson í Mississippi verður lokað á næstu dögum. Mikill atgangur mótmælenda þungunarrofs var þar fyrir utan í gær. Eigandi og forstöðumaður Pink House-stöðvarinnar staðfesti að hún yrði opnuð að nýju í Las Cruces í Nýju-Mexíkó. Stöðin verður ein sú næsta fyrir konur í Mississippi eftir að þungunarrof verður bannað þar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Til þess að komast þangað þarf þó að keyra í gegnum tvö ríki, þar á meðal Texas sem er eitt víðfeðmasta ríki Bandaríkjanna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Lofa starfsfólki að þau muni greiða fyrir þungunarrof Fjöldi fyrirtækja býðst til þess að greiða fyrir ferðakostnað starfsmanna sem þurfi að sækja sér þungunarrofsþjónustu utan eigin ríkismarka. 24. júní 2022 23:59 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24. júní 2022 17:30 Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sex íhaldssamir dómarar Hæstaréttar sneru við tæplega hálfrar aldar gömlu fordæmi sem kennt er við Roe gegn Wade um að konu hafi stjórnarskrábundinn rétt til þungunarrofs þegar þeir leyfðu lögum frá Mississippi um bann eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa. Afar fátítt er að dómafordæmi sé snúið við. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru undir þennan dag búinn. Þar eru í gildi lög sem kveða á um bann eða takmarkanir við þungunarrofi sem virkjuðust um leið og Hæstirétturinn kvað upp dóm sinn. Heilsugæslusamtökin Planned Parenthood telja að 36 milljónir kvenna á barnseignaaldri missi aðgang að þungunarrofi í heimaríkjum sínum eftir dóminn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Slík lög hafa þegar verið vikjuð í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama. Í Mississippi og Norður-Dakóta þarf dómsmálaráðherran að samþykkja gildistöku laganna. Í Idaho, Tennessee og Texas taka lögin gildi eftir þrjátíu daga en í Wyoming eftir fimm daga. Í Utah þarf þingnefnd að samþykkja bannið. Frjálslyndari ríki eins og Kalifornía, Washington og Oregon hafa þegar gefið það út að þau muni veita konum sem leita þangað í þungunarrof vernd. Joe Biden forseti sagðist í gær ætla að tryggja að ríki sem banna þungunarrof gætu ekki komið í veg fyrir að konur sæktu sér meðferðina í ríkjum þar sem það er löglegt. Ákvörðunni var mótmælt víða í gær og búist er við því að mótmælin haldi áfram í dag. President Joe Biden said the U.S. Supreme Court decision to overturn the constitutional right to abortion was a sad day that will deny women in America control of their own destiny https://t.co/Z5gMGntJEG pic.twitter.com/2Uow0cYQW7— Reuters (@Reuters) June 25, 2022 Hróp gerð að skjólstæðingum heilsugæslustöðvar Dyrum heilsugæslustöðvar sem gerði þungunarrof í Little Rock í Arkansas var læst um leið og dómur hæstaréttar var birtur á netinu í gær. Hringt var í konur til að láta þær vita að tímabókunum þeirra hefði verið aflýst. „Að þurfa að hringja í sjúklinga og segja þeim að Roe gegn Wade hefði verið snúið við var átakanlegt,“ sagði Ashli Hunt, hjúkrunarfræðingur við stöðina, við BBC. Andstæðingar þungunarrofs fögnuðu fyrir utan heilsugæslustöðina og gerðu hróp að fólki sem lagði bílum sínum fyrir utan og hafði ekki heyrt tíðindin. „Ég legg til að þið snúið við og yfirgefið þetta syndabæli, þennan stað óréttlætis, þennan illa stað,“ hrópaði mótmælandi á skjólstæðinga stöðvarinnar. Í New Orleans í Lúisíana var einni af þremur heilsugæslustöðvum ríkisins sem gera þungunarrof strax lokað í gær. Lind Kocher, sjálfboðaliði sem fylgir konum í gegnum þvögu mótmælenda þar, sagði BBC að ríkar konur ætti enn eftir að geta farið í þungunarrof í öðrum ríkjum en þær fátæku sætu eftir í súpunni og neyddust til að leita uppi ólöglegt þungunarrof í skúmaskotum líkt og fyrir tíma Roe gegn Wade. Síðustu heilsugæslustöðinni sem gerði þungunarrof í Jackson í Mississippi verður lokað á næstu dögum. Mikill atgangur mótmælenda þungunarrofs var þar fyrir utan í gær. Eigandi og forstöðumaður Pink House-stöðvarinnar staðfesti að hún yrði opnuð að nýju í Las Cruces í Nýju-Mexíkó. Stöðin verður ein sú næsta fyrir konur í Mississippi eftir að þungunarrof verður bannað þar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Til þess að komast þangað þarf þó að keyra í gegnum tvö ríki, þar á meðal Texas sem er eitt víðfeðmasta ríki Bandaríkjanna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Lofa starfsfólki að þau muni greiða fyrir þungunarrof Fjöldi fyrirtækja býðst til þess að greiða fyrir ferðakostnað starfsmanna sem þurfi að sækja sér þungunarrofsþjónustu utan eigin ríkismarka. 24. júní 2022 23:59 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24. júní 2022 17:30 Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Lofa starfsfólki að þau muni greiða fyrir þungunarrof Fjöldi fyrirtækja býðst til þess að greiða fyrir ferðakostnað starfsmanna sem þurfi að sækja sér þungunarrofsþjónustu utan eigin ríkismarka. 24. júní 2022 23:59
Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30
Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24. júní 2022 17:30
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent