Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 11:37 Sex kristilegir íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna hafa veitt kristilegum íhaldsmönnum stóra pólitíska sigra á síðustu vikum, ekki síst afnám réttar kvenna til þungunarrofs í síðustu viku. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn. Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Sjá meira
Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Sjá meira