Bergmál úr fortíðinni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. júní 2022 08:01 Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun