Hornsteinn NATO á norðurslóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. júlí 2022 13:31 Fullyrðingar um að mikilvægi Íslands sé ekki lengur fyrir hendi þegar kemur að varnarmálum vestrænna ríkja stenzt ekki skoðun eins og ég fjallaði um í grein í Morgunblaðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Vísaði ég þar meðal annars til aukinnar áherzlu á endurbætur á aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli og aukinnar nýtingar hennar sem og yfirlýsinga, ekki sízt bandarískra forystumanna, um landfræðilegt mikilvægi landsins. Þá hefði Ísland í vaxandi mæli verið vettvangur varnaræfinga á vegum NATO og bandamanna þess. Mikilvægi Íslands var nú síðast áréttað af Michael Gilday, flotaforingja og æðsta embættismanni sjóhers Bandaríkjanna, í viðtali við Morgunblaðið 15. júní. Gilday var þá staddur hér á landi í þeim tilgangi að ræða við íslenzka forystumenn og kynna sér aðstæður með tilliti til varnarmála líkt og háttsettir forystumenn, bæði í stjórnmálum og sjóher Bandaríkjanna, hafa í vaxandi mæli gert á undanförnum árum. Haft er eftir Gilday í fréttatilkynningu bandaríska sjóhersins í tilefni af heimsókn hans til Íslands að landið sé „the geostrategic linchpin“ fyrir varnir NATO á norðurslóðum sem yfirfæra mætti sem hornstein bandalagsins á svæðinu með tilliti til varnaraðgerða. Gilday sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að landfræðilegt mikilvægi Íslands myndi ekki breytast. Viðbúið væri að viðvera bandaríska sjóhersins, bæði hér á landi og annars staðar á norðurslóðum, héldi áfram að aukast en ekki væru þó áform um varanlegar bækistöðvar. Kafbátaumferð líkt og í kalda stríðinu Fyrir liggur að breytt staða blasir við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum í Evrópu, og í raun á alþjóðavísu, í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu sem hófst í lok febrúar. Þessi breytta staða snertir meðal annars norðurslóðir en fyrir liggur til að mynda að umferð rússneskra kafbáta um Norður-Atlantshafið hefur stóraukizt á síðustu árum og er hún nú talin á pari við það sem gerðist á dögum kalda stríðsins. „Viðvera rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafinu er orðin á hliðstæðum nótum við það sem gerðist í kalda stríðinu. Þó þessi viðvera sé í sjálfu sér ekki í andstöðu við alþjóðalög felur hún engu að síður í sér áskoranir sem hafa áhrif á hagsmuni Bretlands, bandamanna okkar og samstarfsaðila sem og íbúa Norðurslóða og sem við verðum að vera á verði gagnvart og reiðubúin að bregðast við,“ segir í skýrslu varnarmálaráðuneytis Bretlands, um framlag landsins til varnarmála á Norðurslóðum, sem kom út í lok marz á þessu ári. Vaxandi viðbúnaður og viðvera Bandaríkjamanna og fleiri aðildarþjóða NATO hér á landi á undanförnum árum hefur ekki sízt snúið að aukinni umferð rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Þannig hafa endurbætur á varnarsvæðinu meðal annars beinzt að því að aðlaga mannvirki þar að vaxandi notkun kafbátaeftirlitsflugvéla af gerðinni P-8 Poseidon. Þá hefur verið bent á að sæstrengir við Ísland kunni að vera í hættu. Horfa þarf til allra mögulegra sviðsmynda Komið hefur ítrekað fram í máli bandarískra forystumanna að varnarviðbúnaður Bandaríkjanna á Íslandi miði ekki að varanlegri viðveru herliðs. Hins vegar er ljóst að Bandaríkjamenn eru skuldbundnir til þess, samkvæmt varnarsamningnum við Ísland, að sjá til þess að ávallt sé til staðar nauðsynlegur búnaður í landinu til þess að tryggja varnir þess á hverjum tíma í samráði við íslenzk stjórnvöld. Fyrir vikið þarf eðli málsins samkvæmt að horfa til allra mögulegra sviðsmynda í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi núverandi aðstæðna. Komi upp sú staða á einhverjum tímapunkti að varanleg viðvera varnarliðs hér á landi, til lengri eða skemmri tíma, verði metin nauðsynleg til þess að tryggja varnir Íslands verða Bandaríkin að vera undir það búin í samræmi við skuldbindingar sínar. Kæmi sú staða upp gæti það eðli málsins samkvæmt hæglega gerzt með skömmum og jafnvel engum fyrirvara og svigrúmið sem yrði til þess að bregðast við verið í samræmi við það. Fyrir vikið miðar uppbygging Bandaríkjanna á varnarsvæðinu, sem og víðar í heiminum þar sem ekki er gert ráð fyrir varanlegri viðveru, meðal annars að því að tryggja að hægt verði að bregðast sem fyrst við komi slík staða engu að síður upp. Lykilatriði í þeim efnum er að búnaður, sem nauðsynlegur væri við slíkar aðstæður og sem annars tæki langan tíma og mikla fyrirhöfn að flytja til landsins, sé þegar fyrir hendi í geymslum á staðnum. Líkja má þessu við mikilvægi þess að brunahanar séu til staðar fyrir slökkvilið komi til eldsvoða. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hver viðbúnaðurinn hér á landi þarf nákvæmlega að vera á hverjum tímapunkti er eðli málsins samkvæmt háð mati hverju sinni líkt og áður er komið inn á. Það mat sætir stöðugri endurskoðun eftir því hvernig staða mála með tilliti til varnarmála á norðurslóðum þróast. Vangaveltur hafa verið upp um það hvort þörf kunni að verða á varanlegu varnarliði hér á landi á nýjan leik sem er eitt af því sem fellur undir umrætt mat. Komið hefur fram að Bandaríkjamenn hafi verið að auka herafla sinn í Evrópu verulega í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu en Evrópuríki hafa óskað eindregið eftir því. Varnarviðbúnaður NATO í aðildarríkjum bandalagsins í Austur-Evrópu verður enn fremur stóraukinn. Þá hefur verið ákveðið að rúmlega 300 þúsund manna varnarlið á vegum NATO verði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara kalli aðstæður á það í stað 40 þúsund manna liðs áður. Viðbúið er að stærstur hluti þess verði skipaður bandarískum hermönnum. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja. Bandaríkin eru enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Utanríkismál Hernaður Bandaríkin Sæstrengir Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrðingar um að mikilvægi Íslands sé ekki lengur fyrir hendi þegar kemur að varnarmálum vestrænna ríkja stenzt ekki skoðun eins og ég fjallaði um í grein í Morgunblaðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Vísaði ég þar meðal annars til aukinnar áherzlu á endurbætur á aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli og aukinnar nýtingar hennar sem og yfirlýsinga, ekki sízt bandarískra forystumanna, um landfræðilegt mikilvægi landsins. Þá hefði Ísland í vaxandi mæli verið vettvangur varnaræfinga á vegum NATO og bandamanna þess. Mikilvægi Íslands var nú síðast áréttað af Michael Gilday, flotaforingja og æðsta embættismanni sjóhers Bandaríkjanna, í viðtali við Morgunblaðið 15. júní. Gilday var þá staddur hér á landi í þeim tilgangi að ræða við íslenzka forystumenn og kynna sér aðstæður með tilliti til varnarmála líkt og háttsettir forystumenn, bæði í stjórnmálum og sjóher Bandaríkjanna, hafa í vaxandi mæli gert á undanförnum árum. Haft er eftir Gilday í fréttatilkynningu bandaríska sjóhersins í tilefni af heimsókn hans til Íslands að landið sé „the geostrategic linchpin“ fyrir varnir NATO á norðurslóðum sem yfirfæra mætti sem hornstein bandalagsins á svæðinu með tilliti til varnaraðgerða. Gilday sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að landfræðilegt mikilvægi Íslands myndi ekki breytast. Viðbúið væri að viðvera bandaríska sjóhersins, bæði hér á landi og annars staðar á norðurslóðum, héldi áfram að aukast en ekki væru þó áform um varanlegar bækistöðvar. Kafbátaumferð líkt og í kalda stríðinu Fyrir liggur að breytt staða blasir við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum í Evrópu, og í raun á alþjóðavísu, í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu sem hófst í lok febrúar. Þessi breytta staða snertir meðal annars norðurslóðir en fyrir liggur til að mynda að umferð rússneskra kafbáta um Norður-Atlantshafið hefur stóraukizt á síðustu árum og er hún nú talin á pari við það sem gerðist á dögum kalda stríðsins. „Viðvera rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafinu er orðin á hliðstæðum nótum við það sem gerðist í kalda stríðinu. Þó þessi viðvera sé í sjálfu sér ekki í andstöðu við alþjóðalög felur hún engu að síður í sér áskoranir sem hafa áhrif á hagsmuni Bretlands, bandamanna okkar og samstarfsaðila sem og íbúa Norðurslóða og sem við verðum að vera á verði gagnvart og reiðubúin að bregðast við,“ segir í skýrslu varnarmálaráðuneytis Bretlands, um framlag landsins til varnarmála á Norðurslóðum, sem kom út í lok marz á þessu ári. Vaxandi viðbúnaður og viðvera Bandaríkjamanna og fleiri aðildarþjóða NATO hér á landi á undanförnum árum hefur ekki sízt snúið að aukinni umferð rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Þannig hafa endurbætur á varnarsvæðinu meðal annars beinzt að því að aðlaga mannvirki þar að vaxandi notkun kafbátaeftirlitsflugvéla af gerðinni P-8 Poseidon. Þá hefur verið bent á að sæstrengir við Ísland kunni að vera í hættu. Horfa þarf til allra mögulegra sviðsmynda Komið hefur ítrekað fram í máli bandarískra forystumanna að varnarviðbúnaður Bandaríkjanna á Íslandi miði ekki að varanlegri viðveru herliðs. Hins vegar er ljóst að Bandaríkjamenn eru skuldbundnir til þess, samkvæmt varnarsamningnum við Ísland, að sjá til þess að ávallt sé til staðar nauðsynlegur búnaður í landinu til þess að tryggja varnir þess á hverjum tíma í samráði við íslenzk stjórnvöld. Fyrir vikið þarf eðli málsins samkvæmt að horfa til allra mögulegra sviðsmynda í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi núverandi aðstæðna. Komi upp sú staða á einhverjum tímapunkti að varanleg viðvera varnarliðs hér á landi, til lengri eða skemmri tíma, verði metin nauðsynleg til þess að tryggja varnir Íslands verða Bandaríkin að vera undir það búin í samræmi við skuldbindingar sínar. Kæmi sú staða upp gæti það eðli málsins samkvæmt hæglega gerzt með skömmum og jafnvel engum fyrirvara og svigrúmið sem yrði til þess að bregðast við verið í samræmi við það. Fyrir vikið miðar uppbygging Bandaríkjanna á varnarsvæðinu, sem og víðar í heiminum þar sem ekki er gert ráð fyrir varanlegri viðveru, meðal annars að því að tryggja að hægt verði að bregðast sem fyrst við komi slík staða engu að síður upp. Lykilatriði í þeim efnum er að búnaður, sem nauðsynlegur væri við slíkar aðstæður og sem annars tæki langan tíma og mikla fyrirhöfn að flytja til landsins, sé þegar fyrir hendi í geymslum á staðnum. Líkja má þessu við mikilvægi þess að brunahanar séu til staðar fyrir slökkvilið komi til eldsvoða. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hver viðbúnaðurinn hér á landi þarf nákvæmlega að vera á hverjum tímapunkti er eðli málsins samkvæmt háð mati hverju sinni líkt og áður er komið inn á. Það mat sætir stöðugri endurskoðun eftir því hvernig staða mála með tilliti til varnarmála á norðurslóðum þróast. Vangaveltur hafa verið upp um það hvort þörf kunni að verða á varanlegu varnarliði hér á landi á nýjan leik sem er eitt af því sem fellur undir umrætt mat. Komið hefur fram að Bandaríkjamenn hafi verið að auka herafla sinn í Evrópu verulega í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu en Evrópuríki hafa óskað eindregið eftir því. Varnarviðbúnaður NATO í aðildarríkjum bandalagsins í Austur-Evrópu verður enn fremur stóraukinn. Þá hefur verið ákveðið að rúmlega 300 þúsund manna varnarlið á vegum NATO verði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara kalli aðstæður á það í stað 40 þúsund manna liðs áður. Viðbúið er að stærstur hluti þess verði skipaður bandarískum hermönnum. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja. Bandaríkin eru enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun