Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með Jón Már Ferro skrifar 7. júlí 2022 21:25 Rúnar Kristinsson segir að upplegg sitt hafi ekki gengið nægilega vel upp í Póllandi í dag. Vísir/Hulda Margrét KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn. „Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
„Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira