Orkuþörf á Vestfjörðum Anna María Daníelsdóttir skrifar 12. júlí 2022 14:30 Uppbygging og orkuskipti Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins. Á næstu árum mun eftirspurn raforku aukast vegna fyrirhugaðra orkuskipta. Ef horft er til loftlagsmarkmiða stjórnvalda má gera ráð fyrir að aflþörf vegna orkuskipta á Vestfjörðum verði um 15 MW árið 2030. Árleg raforkuþörf í dag er um 44 MW en einnig má gera ráð fyrir aukalegum 20 MW vegna fólksfjölgunar og annarrar starfsemi. Því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir raforku á Vestfjörðum vaxi um 80% til 2030. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að þessari orku svo vestfirskt samfélag geti tileinkað sér grænorkutækni og geti laðað að sér fyrirtæki og fólk sem sér tækifæri í nýtingu á grænni orku. Reglulega þarf að framleiða raforku með díselolíu fyrir heimilin á Vestfjörðum Raforkukerfið á Vestfjörðum þarf að styrkja hvort sem litið er til framleiðslu innan svæðisins eða flutningskerfi raforku. Helmingur þeirrar orku sem notuð er á svæðinu er innflutt og um helmingur er framleiddur innan svæðisins. Það kallar á hlutfalslega mikið varaafl sem framleitt er með díselolíu en reglulega þarf að framleiða raforku með díselvélum á Vestfjörðum. Lítil framleiðsla innan svæðis skapar líka áskoranir þegar kemur að kerfisstyrk sem takmarkar afhendingargetu flutningskerfisins. Hvernig geta Vestfirðir þróast áfram án grunninnviða? Það liggur ljóst fyrir að auka verði afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum eigi áframhaldandi uppbygging og orkuskipti að eiga sér stað. Hér er hægt að fara tvær leiðir. Annarsvegar að styrkja flutningskerfið og flytja meira af orku inn á svæðið og hinsvegar að framleiða meira af raforku innan svæðisins. Í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að 20 MW virkjun innan svæðiðs myndi auka framboð af orku og auka afhendingaröryggi um allt að 90%. Slík virkjun myndi jafnframt auka kerfisstyrk sem gerir það að verkum að hægt er að flytja meira af raforku inn á Vestfirði. Ljóst er að vestfirsk samfélag, almenningur og fyrirtæki þurfa meira og betra aðgengi að endurnýjanlegri orku. Þannig verður hægt að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðla að verðmætasköpun, bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum og viðhalda byggðarþróun. Heimild: Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, Stjórnarráð Ísland Höfundur er verkefnastjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging og orkuskipti Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins. Á næstu árum mun eftirspurn raforku aukast vegna fyrirhugaðra orkuskipta. Ef horft er til loftlagsmarkmiða stjórnvalda má gera ráð fyrir að aflþörf vegna orkuskipta á Vestfjörðum verði um 15 MW árið 2030. Árleg raforkuþörf í dag er um 44 MW en einnig má gera ráð fyrir aukalegum 20 MW vegna fólksfjölgunar og annarrar starfsemi. Því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir raforku á Vestfjörðum vaxi um 80% til 2030. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að þessari orku svo vestfirskt samfélag geti tileinkað sér grænorkutækni og geti laðað að sér fyrirtæki og fólk sem sér tækifæri í nýtingu á grænni orku. Reglulega þarf að framleiða raforku með díselolíu fyrir heimilin á Vestfjörðum Raforkukerfið á Vestfjörðum þarf að styrkja hvort sem litið er til framleiðslu innan svæðisins eða flutningskerfi raforku. Helmingur þeirrar orku sem notuð er á svæðinu er innflutt og um helmingur er framleiddur innan svæðisins. Það kallar á hlutfalslega mikið varaafl sem framleitt er með díselolíu en reglulega þarf að framleiða raforku með díselvélum á Vestfjörðum. Lítil framleiðsla innan svæðis skapar líka áskoranir þegar kemur að kerfisstyrk sem takmarkar afhendingargetu flutningskerfisins. Hvernig geta Vestfirðir þróast áfram án grunninnviða? Það liggur ljóst fyrir að auka verði afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum eigi áframhaldandi uppbygging og orkuskipti að eiga sér stað. Hér er hægt að fara tvær leiðir. Annarsvegar að styrkja flutningskerfið og flytja meira af orku inn á svæðið og hinsvegar að framleiða meira af raforku innan svæðisins. Í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að 20 MW virkjun innan svæðiðs myndi auka framboð af orku og auka afhendingaröryggi um allt að 90%. Slík virkjun myndi jafnframt auka kerfisstyrk sem gerir það að verkum að hægt er að flytja meira af raforku inn á Vestfirði. Ljóst er að vestfirsk samfélag, almenningur og fyrirtæki þurfa meira og betra aðgengi að endurnýjanlegri orku. Þannig verður hægt að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðla að verðmætasköpun, bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum og viðhalda byggðarþróun. Heimild: Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, Stjórnarráð Ísland Höfundur er verkefnastjóri hjá Bláma.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar