KR spilaði heimaleik á útivelli: Stuðningsmenn Pogoń settu lit sinn á leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 15:01 Rífandi stemning. Vísir/Diego KR vann 1-0 sigur á pólska liðinu Pogoń í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Stuðningsmenn gestanna settu skemmtilegan svip á leikinn en nokkur hundruð mættu á Meistarvelli til að sjá lið sitt tapa. Segja má að þeir hafi verið vægast ósáttir með úrslit leiksins. Eftir að hafa pakkað heimaleiknum saman þá mætti fjöldinn allur af stuðningsmönnum Pogon hingað til lands til að sjá sína menn rúlla upp sveitastrákunum í KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR sagði fyrir leik að hans menn hefðu ekki staðið sig nægilega vel í Póllandi og ætluðu að bæta upp fyrir það á eigin heimavelli. Segja má að leikplan Rúnars hafi gengið upp en KR liðið spilaði þétta vörn og ef liðið hefði nýtt sóknir sínar örlítið betur hefði eflaust farið um leikmenn Pogon. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann kláraði afbragðsvel eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni frá vinstri. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR og voru stuðningsmenn Pogon allt annað en sáttir með úrslit leiksins. Margir þeirra eflaust nokkuð þreyttir en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og Vísis settu þeir ákveðinn blæ á skemmtanalíf Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið. Fór það svo að Kamil Grosicki, landsliðsmaður Póllands, þurfti að fara og róa mannskapinn eftir leik. Ræddi hann við stuðningsmenn liðsins í drykklanga stund. Þó stuðningsmennirnir hafi ekki verið sáttir ákváðu þeir að vera ekki með frekari uppsteit og koma sér heim á leið, gæslunni á Meistaravöllum til mikillar gleði. Það var vel mætt í Vesturbæinn.Vísir/Diego Farið var yfir hamaganginn í gestunum í Sambandsdeildar-Stúkunni að leik loknum. Þar ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson um sigra KR og Breiðabliks í Sambandsdeildinni í gær. Hér að neðan má sjá umræðuna um litríka stuðningsmenn Pogon. Klippa: Stuðningsmenn Pogon tóku yfir Vesturbæinn Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Eftir að hafa pakkað heimaleiknum saman þá mætti fjöldinn allur af stuðningsmönnum Pogon hingað til lands til að sjá sína menn rúlla upp sveitastrákunum í KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR sagði fyrir leik að hans menn hefðu ekki staðið sig nægilega vel í Póllandi og ætluðu að bæta upp fyrir það á eigin heimavelli. Segja má að leikplan Rúnars hafi gengið upp en KR liðið spilaði þétta vörn og ef liðið hefði nýtt sóknir sínar örlítið betur hefði eflaust farið um leikmenn Pogon. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik er hann kláraði afbragðsvel eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni frá vinstri. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR og voru stuðningsmenn Pogon allt annað en sáttir með úrslit leiksins. Margir þeirra eflaust nokkuð þreyttir en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og Vísis settu þeir ákveðinn blæ á skemmtanalíf Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið. Fór það svo að Kamil Grosicki, landsliðsmaður Póllands, þurfti að fara og róa mannskapinn eftir leik. Ræddi hann við stuðningsmenn liðsins í drykklanga stund. Þó stuðningsmennirnir hafi ekki verið sáttir ákváðu þeir að vera ekki með frekari uppsteit og koma sér heim á leið, gæslunni á Meistaravöllum til mikillar gleði. Það var vel mætt í Vesturbæinn.Vísir/Diego Farið var yfir hamaganginn í gestunum í Sambandsdeildar-Stúkunni að leik loknum. Þar ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson um sigra KR og Breiðabliks í Sambandsdeildinni í gær. Hér að neðan má sjá umræðuna um litríka stuðningsmenn Pogon. Klippa: Stuðningsmenn Pogon tóku yfir Vesturbæinn
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06
Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00