Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Telma Tómasson skrifar 18. júlí 2022 13:22 Teikning af fjallaböðunum frá Basalt arkitektum. Basalt arkitektar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. Fjallaböðin er nafnið á nýjum baðstað og 40 herbergja hóteli í Þjórsárdal, alls 5000 fermetra bygging, sem til stendur að opna eftir þrjú ár. Byrjað var á verkefninu árið 2015 en er nú loks á lokastigi hönnunar, framkvæmdir fram undan og allt fullfjármagnað, en á bak við Fjallaböðin eru að stærstum hluta fyrirtækið Rauðukambar, Bláa lónið, sem er meirihlutaeigandi í Íslenskum heilsulindum, og tveir sjóðir í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Allt í kringum Fjallaböðin er unnið á sem umhverfisvænstan hátt. „Þjórsárdalurinn á það skilið að horft sé til umhverfisþátta í hvívetna í öllu sem þar er gert. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að byggja á umhverfisvænan hátt og hugsa allt sem heild. Við förum með byggingarnar í gegnum svokallaða Breeam vottun sem er staðall sem allar helstu byggingar eru byggðar eftir í dag. Og við stefnum að því að skora mjög hátt þar, þannig að þetta verði með umhverfisvænstu byggingum í Evrópu. Svo er einnig horft til þess að allir gestirnir sem koma að baðstaðnum eða hótelinu leggi bílum sínum við mynni dalsins og þannig minnkum við mikið álagið á dalnum sjálfum,“ segir Magnús Orri Marínarsonur Schram, framkvæmdastjóri. Fólk verður svo ferjað á rafmagns - eða vetnisdrifnum bílum að baðstaðnum og hótelinu. „Við erum að reyna að aðlaga hið manngerða að náttúrunni og erum til dæmis að byggja að miklu leyti inn í fjallið, kannski verða um 60 – 70 prósent falin. En um leið verður upplifunin einstök þar sem þú gengur inn í fjallið og ert svo að upplifa heita laug að einhverju leyti inni í fjallinu, en svo er gengið út úr byggingunni út í baðlónið og horft til suðurs eftir dalnum. Ég held að þetta geti orðið einstök upplifun.“ Hekla, virkasta eldfjall Íslands, er í næsta nágrenni við Fjallaböðin, en Magnús Orri hefur ekki áhyggjur af hugsanlegu eldgosi. „Nei, í raun og veru virkar þetta þannig að við munum byggja húsin og setja svo efnið aftur ofan á húsin og þannig fela bygginguna. Það myndi bara bæta ofan á ef Hekla myndi gjósa og dreifa ösku yfir svæðið.“ Samhliða þessu er áformuð mikil uppbygging í Þjórsárdalnum, merking gönguleiða, áfangastaða og reiðleiða, auk þess sem stefnt er að því að byggja heilt þorp í Árnesi fyrir starfsmenn. Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sundlaugar Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Fjallaböðin er nafnið á nýjum baðstað og 40 herbergja hóteli í Þjórsárdal, alls 5000 fermetra bygging, sem til stendur að opna eftir þrjú ár. Byrjað var á verkefninu árið 2015 en er nú loks á lokastigi hönnunar, framkvæmdir fram undan og allt fullfjármagnað, en á bak við Fjallaböðin eru að stærstum hluta fyrirtækið Rauðukambar, Bláa lónið, sem er meirihlutaeigandi í Íslenskum heilsulindum, og tveir sjóðir í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Allt í kringum Fjallaböðin er unnið á sem umhverfisvænstan hátt. „Þjórsárdalurinn á það skilið að horft sé til umhverfisþátta í hvívetna í öllu sem þar er gert. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að byggja á umhverfisvænan hátt og hugsa allt sem heild. Við förum með byggingarnar í gegnum svokallaða Breeam vottun sem er staðall sem allar helstu byggingar eru byggðar eftir í dag. Og við stefnum að því að skora mjög hátt þar, þannig að þetta verði með umhverfisvænstu byggingum í Evrópu. Svo er einnig horft til þess að allir gestirnir sem koma að baðstaðnum eða hótelinu leggi bílum sínum við mynni dalsins og þannig minnkum við mikið álagið á dalnum sjálfum,“ segir Magnús Orri Marínarsonur Schram, framkvæmdastjóri. Fólk verður svo ferjað á rafmagns - eða vetnisdrifnum bílum að baðstaðnum og hótelinu. „Við erum að reyna að aðlaga hið manngerða að náttúrunni og erum til dæmis að byggja að miklu leyti inn í fjallið, kannski verða um 60 – 70 prósent falin. En um leið verður upplifunin einstök þar sem þú gengur inn í fjallið og ert svo að upplifa heita laug að einhverju leyti inni í fjallinu, en svo er gengið út úr byggingunni út í baðlónið og horft til suðurs eftir dalnum. Ég held að þetta geti orðið einstök upplifun.“ Hekla, virkasta eldfjall Íslands, er í næsta nágrenni við Fjallaböðin, en Magnús Orri hefur ekki áhyggjur af hugsanlegu eldgosi. „Nei, í raun og veru virkar þetta þannig að við munum byggja húsin og setja svo efnið aftur ofan á húsin og þannig fela bygginguna. Það myndi bara bæta ofan á ef Hekla myndi gjósa og dreifa ösku yfir svæðið.“ Samhliða þessu er áformuð mikil uppbygging í Þjórsárdalnum, merking gönguleiða, áfangastaða og reiðleiða, auk þess sem stefnt er að því að byggja heilt þorp í Árnesi fyrir starfsmenn.
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sundlaugar Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00