Vestfirska Hringrásarhagkerfið Tinna Rún Snorradóttir skrifar 21. júlí 2022 13:30 Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Á Vestfjörðum er öflugt atvinnulíf þar sem fjölbreyttur iðnaður fær að vaxa og dafna, en á svæðinu eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, mjólkurvinnsla og landbúnaður svo fátt eitt sé nefnt. Öllum þessum iðnaði fylgja vannýttir hráefnastraumar á borð við meltu, seyru og önnur lífræn efni sem flest eru flutt af svæðinu í flutningabílum eða flutningaskipum með tilheyrandi kolefnisfótspori. Stærstu byggðakjarnar á Vestfjörðum, Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður eru skilgreindir sem “köld svæði” sem þýðir að ekki sé hægt að nota jarðvarma til að hita hús og mannvirki eins og tíðkast víða á landinu. Þess í stað er notast við rafkynntar hitaveitur þar sem vatn er hitað með rafmagni sem er síðan dreift á hús. Samkvæmt skýrslu Landsnets “Afl- og Orkujöfnuður 2022 – 2026” er fyrirséð að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á Íslandi vegna orkuskorts og spár gefa til kynna að skorturinn verður orðinn þónokkur 2025 og 2026. Þessi orkuskortur hefur gífurleg áhrif á rafkyntar hitaveitur en fyrri hluta árs 2022 var olía nýtt til upphitunar á vatni í 50 daga hjá Orkubúi Vestfjarða, sem stangast alfarið á við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi, og því er mikilvægt að leita annarra leiða til orkuöflunar. Blámi hefur tekið höndum saman við Vestfjarðarstofu og aðra haghafa í að kanna fýsileika þess að nýta þau lífrænu hráefni sem falla til á Vestfjörðum og búa til metangas sem brennt verður til að hita vatn. Auk vatns yrði til áburður sem hægt væri að nýta til ræktunar og uppgræðslu sem felur í sér minni innflutning á áburði. Með því að nýta metangas til húshitunar er hægt að minnka olíunotkun og nýta þá raforku sem losnar til orkuskipta eða í önnur verkefni á svæðinu. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Á Vestfjörðum er öflugt atvinnulíf þar sem fjölbreyttur iðnaður fær að vaxa og dafna, en á svæðinu eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, mjólkurvinnsla og landbúnaður svo fátt eitt sé nefnt. Öllum þessum iðnaði fylgja vannýttir hráefnastraumar á borð við meltu, seyru og önnur lífræn efni sem flest eru flutt af svæðinu í flutningabílum eða flutningaskipum með tilheyrandi kolefnisfótspori. Stærstu byggðakjarnar á Vestfjörðum, Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður eru skilgreindir sem “köld svæði” sem þýðir að ekki sé hægt að nota jarðvarma til að hita hús og mannvirki eins og tíðkast víða á landinu. Þess í stað er notast við rafkynntar hitaveitur þar sem vatn er hitað með rafmagni sem er síðan dreift á hús. Samkvæmt skýrslu Landsnets “Afl- og Orkujöfnuður 2022 – 2026” er fyrirséð að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á Íslandi vegna orkuskorts og spár gefa til kynna að skorturinn verður orðinn þónokkur 2025 og 2026. Þessi orkuskortur hefur gífurleg áhrif á rafkyntar hitaveitur en fyrri hluta árs 2022 var olía nýtt til upphitunar á vatni í 50 daga hjá Orkubúi Vestfjarða, sem stangast alfarið á við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi, og því er mikilvægt að leita annarra leiða til orkuöflunar. Blámi hefur tekið höndum saman við Vestfjarðarstofu og aðra haghafa í að kanna fýsileika þess að nýta þau lífrænu hráefni sem falla til á Vestfjörðum og búa til metangas sem brennt verður til að hita vatn. Auk vatns yrði til áburður sem hægt væri að nýta til ræktunar og uppgræðslu sem felur í sér minni innflutning á áburði. Með því að nýta metangas til húshitunar er hægt að minnka olíunotkun og nýta þá raforku sem losnar til orkuskipta eða í önnur verkefni á svæðinu. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun