Vestfirska Hringrásarhagkerfið Tinna Rún Snorradóttir skrifar 21. júlí 2022 13:30 Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Á Vestfjörðum er öflugt atvinnulíf þar sem fjölbreyttur iðnaður fær að vaxa og dafna, en á svæðinu eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, mjólkurvinnsla og landbúnaður svo fátt eitt sé nefnt. Öllum þessum iðnaði fylgja vannýttir hráefnastraumar á borð við meltu, seyru og önnur lífræn efni sem flest eru flutt af svæðinu í flutningabílum eða flutningaskipum með tilheyrandi kolefnisfótspori. Stærstu byggðakjarnar á Vestfjörðum, Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður eru skilgreindir sem “köld svæði” sem þýðir að ekki sé hægt að nota jarðvarma til að hita hús og mannvirki eins og tíðkast víða á landinu. Þess í stað er notast við rafkynntar hitaveitur þar sem vatn er hitað með rafmagni sem er síðan dreift á hús. Samkvæmt skýrslu Landsnets “Afl- og Orkujöfnuður 2022 – 2026” er fyrirséð að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á Íslandi vegna orkuskorts og spár gefa til kynna að skorturinn verður orðinn þónokkur 2025 og 2026. Þessi orkuskortur hefur gífurleg áhrif á rafkyntar hitaveitur en fyrri hluta árs 2022 var olía nýtt til upphitunar á vatni í 50 daga hjá Orkubúi Vestfjarða, sem stangast alfarið á við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi, og því er mikilvægt að leita annarra leiða til orkuöflunar. Blámi hefur tekið höndum saman við Vestfjarðarstofu og aðra haghafa í að kanna fýsileika þess að nýta þau lífrænu hráefni sem falla til á Vestfjörðum og búa til metangas sem brennt verður til að hita vatn. Auk vatns yrði til áburður sem hægt væri að nýta til ræktunar og uppgræðslu sem felur í sér minni innflutning á áburði. Með því að nýta metangas til húshitunar er hægt að minnka olíunotkun og nýta þá raforku sem losnar til orkuskipta eða í önnur verkefni á svæðinu. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Á Vestfjörðum er öflugt atvinnulíf þar sem fjölbreyttur iðnaður fær að vaxa og dafna, en á svæðinu eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, mjólkurvinnsla og landbúnaður svo fátt eitt sé nefnt. Öllum þessum iðnaði fylgja vannýttir hráefnastraumar á borð við meltu, seyru og önnur lífræn efni sem flest eru flutt af svæðinu í flutningabílum eða flutningaskipum með tilheyrandi kolefnisfótspori. Stærstu byggðakjarnar á Vestfjörðum, Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður eru skilgreindir sem “köld svæði” sem þýðir að ekki sé hægt að nota jarðvarma til að hita hús og mannvirki eins og tíðkast víða á landinu. Þess í stað er notast við rafkynntar hitaveitur þar sem vatn er hitað með rafmagni sem er síðan dreift á hús. Samkvæmt skýrslu Landsnets “Afl- og Orkujöfnuður 2022 – 2026” er fyrirséð að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á Íslandi vegna orkuskorts og spár gefa til kynna að skorturinn verður orðinn þónokkur 2025 og 2026. Þessi orkuskortur hefur gífurleg áhrif á rafkyntar hitaveitur en fyrri hluta árs 2022 var olía nýtt til upphitunar á vatni í 50 daga hjá Orkubúi Vestfjarða, sem stangast alfarið á við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi, og því er mikilvægt að leita annarra leiða til orkuöflunar. Blámi hefur tekið höndum saman við Vestfjarðarstofu og aðra haghafa í að kanna fýsileika þess að nýta þau lífrænu hráefni sem falla til á Vestfjörðum og búa til metangas sem brennt verður til að hita vatn. Auk vatns yrði til áburður sem hægt væri að nýta til ræktunar og uppgræðslu sem felur í sér minni innflutning á áburði. Með því að nýta metangas til húshitunar er hægt að minnka olíunotkun og nýta þá raforku sem losnar til orkuskipta eða í önnur verkefni á svæðinu. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar