Upprætum kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi Jón Gunnarsson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hrundið var af stað herferð í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar, ráðuneytisins og fjölda góðra samstarfsaðila þar sem almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi á djamminu og spyrja „Er ekki allt í góðu?“, og ef ekki að hafa þá samband við 112. Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Fjölgum tilkynningum, fækkum brotum Markmið mitt með vitundarvakningunni er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 176 tilkynningar til lögreglunnar um kynferðisbrot, sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan. Þar af var tilkynnt um 59 nauðganir eða sem samsvarar 17% fjölgun frá meðaltali síðustu þriggja ára. Skoðun á tímasetningu brotanna sýnir að grófasta ofbeldið á sér oft stað um helgar og að nóttu til, tengt skemmtanalífinu. Herferðin hefur því haldið áfram í sumar með áherslur á viðburði og útihátíðir hringinn í kringum landið með skilaboðunum um „Góða skemmtun“, þar sem allir koma heilir heim.Með átakinu viljum við hvetja til samstöðu gegn ofbeldi þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér í sumar og minna á að ætíð er hægt að leita aðstoðar hjá Neyðarlínunni í síma 112, á vefnum 112.is eða í 112 appinu. Þróað hefur verið fræðsluefni fyrir starfsfólk og gæsluliða til að fást við ágreining, áreitni eða ofbeldi í uppsiglingu og má nálgast efnið á https://www.112.is/goda-skemmtun Nú þegar margir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina vil ég hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni. Bætt réttarstaða brotaþola lögfest Lengi hafði verið kallað eftir mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Í vor lagði ég því mikla áherslu á að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um bætta réttarstöðu brotaþola fyrir þinglok. Frumvarpið hafði tekið vegamiklum breytingum frá fyrra þingmáli að höfðu víðtæku samráði. Var málið samþykkt samhljóða áður en þingmenn héldu í sumarfrí. Aukið stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungmennum er mikið áhyggjuefni. Því lagði ég áherslu á aðra mikilvæga réttarbót um breytingar á lögum um barnaníð, hatursorðræðu og mismunun sem var einnig samþykkt á Alþingi í vor. Þar er kveðið á um mun harðari refsingu fyrir þá sem framleiða, dreifa eða eiga myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni.Sömu refsingar gilda nú um þá sem skoða myndefni á netinu sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni. Rannsóknir efldar Samhliða þessu hefur aukið fjármagn verið tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða og bæta meðferð mála. Mín kjörorð hafa alltaf verið að láta verkin tala. Svo verður áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Næturlíf Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hrundið var af stað herferð í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar, ráðuneytisins og fjölda góðra samstarfsaðila þar sem almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi á djamminu og spyrja „Er ekki allt í góðu?“, og ef ekki að hafa þá samband við 112. Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Fjölgum tilkynningum, fækkum brotum Markmið mitt með vitundarvakningunni er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 176 tilkynningar til lögreglunnar um kynferðisbrot, sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan. Þar af var tilkynnt um 59 nauðganir eða sem samsvarar 17% fjölgun frá meðaltali síðustu þriggja ára. Skoðun á tímasetningu brotanna sýnir að grófasta ofbeldið á sér oft stað um helgar og að nóttu til, tengt skemmtanalífinu. Herferðin hefur því haldið áfram í sumar með áherslur á viðburði og útihátíðir hringinn í kringum landið með skilaboðunum um „Góða skemmtun“, þar sem allir koma heilir heim.Með átakinu viljum við hvetja til samstöðu gegn ofbeldi þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér í sumar og minna á að ætíð er hægt að leita aðstoðar hjá Neyðarlínunni í síma 112, á vefnum 112.is eða í 112 appinu. Þróað hefur verið fræðsluefni fyrir starfsfólk og gæsluliða til að fást við ágreining, áreitni eða ofbeldi í uppsiglingu og má nálgast efnið á https://www.112.is/goda-skemmtun Nú þegar margir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina vil ég hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni. Bætt réttarstaða brotaþola lögfest Lengi hafði verið kallað eftir mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Í vor lagði ég því mikla áherslu á að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um bætta réttarstöðu brotaþola fyrir þinglok. Frumvarpið hafði tekið vegamiklum breytingum frá fyrra þingmáli að höfðu víðtæku samráði. Var málið samþykkt samhljóða áður en þingmenn héldu í sumarfrí. Aukið stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungmennum er mikið áhyggjuefni. Því lagði ég áherslu á aðra mikilvæga réttarbót um breytingar á lögum um barnaníð, hatursorðræðu og mismunun sem var einnig samþykkt á Alþingi í vor. Þar er kveðið á um mun harðari refsingu fyrir þá sem framleiða, dreifa eða eiga myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni.Sömu refsingar gilda nú um þá sem skoða myndefni á netinu sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni. Rannsóknir efldar Samhliða þessu hefur aukið fjármagn verið tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða og bæta meðferð mála. Mín kjörorð hafa alltaf verið að láta verkin tala. Svo verður áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar