Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum Eyjólfur Ármannsson skrifar 30. júlí 2022 13:01 Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun