Pálmi hefur verið dagskrárstjóri hjá Símanum í sjö ár eða frá maí 2015. Fyrir það starfaði hann sem dagskrárstjóri Skjá eins frá 2013 til 2015 og þar áður sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 í tólf ár, frá 2001 til 2013.
Fréttastofu barst ábending um að Pálmi væri hættur hjá Símanum og í sjálfvirku svari frá netfangi Pálma stóð eftirfarandi: „Pálmi Guðmundsson hefur látið af störfum hjá Símanum hf.“
Þegar blaðamaður hafði samband við Pálma til að spyrja hann út í fregnirnar sagði hann „Ég sagði upp að eigin ósk á fimmtudaginn síðasta.“
Inntur eftir frekari skýringum sagðist Pálmi vilja halda því fyrir sig og þá gaf hann heldur ekkert upp um hvað tæki við.