Íslenska verkalýðshreyfingin. Sýn Sólveigar og raunveruleikinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 16. ágúst 2022 16:01 Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun