Hvað er mikilvægast fyrstu tvö ár barna? Erla Bára Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 19:31 Við umræður um vöntun á leikskólaplássi fyrir yngstu börnin þ.e.a.s. 12 mánaða börnin okkar þá fæ ég á tilfinninguna að talað sé um dósir í dósaverksmiðju en ekki lifandi einstaklinga með tilfinningar og þrár eftir öryggi í fangi foreldra sinna. Kæru foreldrar, börnin ykkar missa ekki af félagsþroska þó þau komist ekki á leikskóla 12 mánaða gömul. Það er vegna þess að þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur. Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra. Kæru foreldrar, ég vil benda ykkur á að lesa bækurnar eftir Sæunni Kjartansdóttir „Árin sem engin man“ og „Fyrstu 1000 dagarnir“. Þar eru helstu rannsóknir á þroska heila- og taugakerfisins teknar saman á góðan og skilvísan hátt og sýnir okkur hversu mikilvægt er fyrir börn að vera hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Kæru foreldrar, ef allir gerðu það fyrir börnin sín að vera með þeim fyrstu tvö ár lífs þeirra þá þarf ekki að byggja fleiri leikskóla og öll börn 24-30 mánaða myndu komast á leikskóla með vel menntuðum kennurum. Kæru stjórnmálamenn, til þess að þetta gangi upp þarf að lengja fæðingarorlofið í 24 mánuði eða veita foreldrum sem vilja og geta verið heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrk sem næmi kostnaði við vistun barns á leikskóla. Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel. Höfundur er leikskólakennari með yfir 30 ára starfsreynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við umræður um vöntun á leikskólaplássi fyrir yngstu börnin þ.e.a.s. 12 mánaða börnin okkar þá fæ ég á tilfinninguna að talað sé um dósir í dósaverksmiðju en ekki lifandi einstaklinga með tilfinningar og þrár eftir öryggi í fangi foreldra sinna. Kæru foreldrar, börnin ykkar missa ekki af félagsþroska þó þau komist ekki á leikskóla 12 mánaða gömul. Það er vegna þess að þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur. Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra. Kæru foreldrar, ég vil benda ykkur á að lesa bækurnar eftir Sæunni Kjartansdóttir „Árin sem engin man“ og „Fyrstu 1000 dagarnir“. Þar eru helstu rannsóknir á þroska heila- og taugakerfisins teknar saman á góðan og skilvísan hátt og sýnir okkur hversu mikilvægt er fyrir börn að vera hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Kæru foreldrar, ef allir gerðu það fyrir börnin sín að vera með þeim fyrstu tvö ár lífs þeirra þá þarf ekki að byggja fleiri leikskóla og öll börn 24-30 mánaða myndu komast á leikskóla með vel menntuðum kennurum. Kæru stjórnmálamenn, til þess að þetta gangi upp þarf að lengja fæðingarorlofið í 24 mánuði eða veita foreldrum sem vilja og geta verið heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrk sem næmi kostnaði við vistun barns á leikskóla. Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel. Höfundur er leikskólakennari með yfir 30 ára starfsreynslu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar