Biðja um leyfi stjórnvalda til að hækka verð á núðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2022 12:55 Skyndinúðlur eru afar vinsælar um allan heim. Getty Fimm af stærstu núðluframleiðendum Taílands hafa óskað eftir því að fá að hækka verðið á skyndinúðlum sínum. Verðið á núðlunum þar í landi hefur ekki hækkað í fjórtán ár. Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum. Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára. Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast. Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er. Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs. The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði. Taíland Matur Neytendur Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum. Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára. Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast. Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er. Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs. The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði.
Taíland Matur Neytendur Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira