Greint er frá breyttum afgreiðslutíma á heimasíðu World Class, en í samtali við Morgunblaðið segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að ástæða skerðingarinnar sé að erfitt sé að fá fólk í vinnu. Hann segir að ekki standi til að stytta afgreiðslutíma annarra stöðva.
Björn segir að uppgangurinn í ferðaþjónustunni sé helsta ástæða þess að erfiðara hafi reynst að fá fólk til starfa að undanförnu, en margir í þeim aldurshópi sem hafi sótt um starf hjá World Class hafi fengið starf hjá flugfélögunum.
Hann bendir á að viðskiptavinir World Class hafi áfram sama aðgang að Árbæjarlauginni, enda sé líkamsræktarstöðin ekki beintengd sundlauginni. Viðskiptavinir komist áfram í laugina þó að lokað sé í líkamsræktarstöðina.