Inntaka leikskólabarna í borginni – hvað er best fyrir börnin? Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 15:00 Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun