Inntaka leikskólabarna í borginni – hvað er best fyrir börnin? Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 15:00 Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun