Börkur tekur við rektorsstöðunni af Friðriki Þór Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 07:51 Börkur Gunnarsson og Friðrik Þór Friðriksson. Kvikmyndaskóli Íslands Börkur Gunnarsson mun taka við rektorsstöðunni Friðriki Þór Friðrikssyni við Kvikmyndaskóla Íslands þann 1. september næstkomandi og gegna henni þar til að nýr rektor verður ráðinn. Frá þessu er sagt í tilkynningu þar sem fram kemur að Friðrik Þór hafi verið rektor skólans síðastliðin fimm ár. „Friðrik Þór hefur á þessum tímabili leitt stórstígar og margvíslegar framfarir. Skólinn flutti í nýtt framtíðarhúsnæði að Suðurlandsbraut 18 með frábærri aðstöðu fyrir allt skólahald. Árangur útskriftarmynda síðastliðin ár hefur verið mjög góður með fjölda viðurkenninga víðsvegar um heiminn og útskrifaðir nemendur hafa sett mark sitt á stórfellda uppbyggingu kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarhér á landi. Ein stærsta viðurkenningin var þegar hinn heimsfrægi Julliard listaskóli í New York óskaði eftir samstarfi við Kvikmyndaskólann um gerð kvikmyndatónlistar við valdar útskriftarmyndir. Frá árinu 2020 hefur verið unnið að yfirfærslu skólans á háskólastig og nú í haust hefur skólinn hafið störf sem fullburða rannsóknarháskóli. Friðrik Þór er ennþá virkur í kvikmyndaframleiðslu og hyggst snúa sér að fullum krafti að kvikmyndagerð. Frá skólasetningunni.Kvikmyndaskóli Íslands Börkur Gunnarsson fagstjóri í Deild 3 hefur verið settur rektor frá 1. september til 1. janúar. Auglýsing um nýjan rektor verður birt á evrópska efnahagssvæðinu um næstu mánaðamót og stefnt er að því að ráðningu verði lokið 10. nóvember og að nýr rektor hefji störf á vormisseri. Börkur Gunnarsson er menntaður í kvikmyndagerð frá hinum virta FAMU í Tékklandi, í tékknesku deildinni. Hann hefur að auki próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og er að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Börkur hefur verið mjög virkur bæði sem kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur síðastliðna áratugi. Hann hefur kennt reglulega við Kvikmyndaskólann í gegnum tíðina en frá árinu 2020 hefur hann verið fagstjóri í handritagerð þar sem hann hefur náð mjög góðum árangri,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Háskólanám Kvikmyndaskólans í sjónmáli Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust. 5. júlí 2022 11:44 Kvikmyndaskólinn flytur 600 metra Kvikmyndaskóli Íslands hyggst flytja starfsemi sína að Suðurlandsbraut 18 13. júlí 2020 10:31 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Frá þessu er sagt í tilkynningu þar sem fram kemur að Friðrik Þór hafi verið rektor skólans síðastliðin fimm ár. „Friðrik Þór hefur á þessum tímabili leitt stórstígar og margvíslegar framfarir. Skólinn flutti í nýtt framtíðarhúsnæði að Suðurlandsbraut 18 með frábærri aðstöðu fyrir allt skólahald. Árangur útskriftarmynda síðastliðin ár hefur verið mjög góður með fjölda viðurkenninga víðsvegar um heiminn og útskrifaðir nemendur hafa sett mark sitt á stórfellda uppbyggingu kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarhér á landi. Ein stærsta viðurkenningin var þegar hinn heimsfrægi Julliard listaskóli í New York óskaði eftir samstarfi við Kvikmyndaskólann um gerð kvikmyndatónlistar við valdar útskriftarmyndir. Frá árinu 2020 hefur verið unnið að yfirfærslu skólans á háskólastig og nú í haust hefur skólinn hafið störf sem fullburða rannsóknarháskóli. Friðrik Þór er ennþá virkur í kvikmyndaframleiðslu og hyggst snúa sér að fullum krafti að kvikmyndagerð. Frá skólasetningunni.Kvikmyndaskóli Íslands Börkur Gunnarsson fagstjóri í Deild 3 hefur verið settur rektor frá 1. september til 1. janúar. Auglýsing um nýjan rektor verður birt á evrópska efnahagssvæðinu um næstu mánaðamót og stefnt er að því að ráðningu verði lokið 10. nóvember og að nýr rektor hefji störf á vormisseri. Börkur Gunnarsson er menntaður í kvikmyndagerð frá hinum virta FAMU í Tékklandi, í tékknesku deildinni. Hann hefur að auki próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og er að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Börkur hefur verið mjög virkur bæði sem kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur síðastliðna áratugi. Hann hefur kennt reglulega við Kvikmyndaskólann í gegnum tíðina en frá árinu 2020 hefur hann verið fagstjóri í handritagerð þar sem hann hefur náð mjög góðum árangri,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Háskólanám Kvikmyndaskólans í sjónmáli Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust. 5. júlí 2022 11:44 Kvikmyndaskólinn flytur 600 metra Kvikmyndaskóli Íslands hyggst flytja starfsemi sína að Suðurlandsbraut 18 13. júlí 2020 10:31 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Háskólanám Kvikmyndaskólans í sjónmáli Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust. 5. júlí 2022 11:44
Kvikmyndaskólinn flytur 600 metra Kvikmyndaskóli Íslands hyggst flytja starfsemi sína að Suðurlandsbraut 18 13. júlí 2020 10:31