Heimalestur: að berja börn til bókar eða nesta fyrir framtíðina? Anna Söderström skrifar 29. ágúst 2022 19:31 Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun