Strand í Staðarhverfi? Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. ágúst 2022 07:00 Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir. Sem dæmi um afleiðingar slíkra sprungna innviða, sjá nýlegt viðtal við skólastjóra Laugarnesskóla um ástandið í Laugardal (Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir). Hin hliðin – þegar tækifæri til þéttingar eru ekki nýtt Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að byggð í Staðarhverfi í Grafarvogi yrði gerð þéttari og fyrir kosningarnar sl. vor var það eitt af loforðum flokksins. Slík stefna er hins vegar ekki á stefnuskrá núverandi meirihluta borgarstjórnar, jafnvel þótt á síðasta kjörtímabili hafi þáverandi meirihluti borgarstjórnar lokað eina grunnskólanum í Staðarhverfi, Korpuskóla. Helstu rökin fyrir því að loka Korpuskóla voru þau að nemendur væru of fáir. Þétting byggðar hins vegar hefði getað orðið hluti af þeirri lausn að halda skólastarfinu áfram. Hinn 29. ágúst sl. bárust svo fréttir af því að hugmyndir væru uppi á meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar að loka eina leikskólanum sem er rekin í Staðarhverfi (Fundað um framtíð leikskólans Bakka). Rökin aftur, fyrir þessum hugmyndum, er að húsnæðið undir leikskólann nýtist ekki með fullnægjandi hætti þar eð til lengri tíma séu nemendur of fáir. Að loka leikskóla í Reykjavík, þegar hátt ákall er núna á meðal reykvískra foreldra um fleiri dagvistunarúrræði, stingur óneitanlega í stúf. Þessar nýjustu hugmyndir gefa þó til kynna, rétt eins og lokun Korpuskóla, að innviðir í Staðarhverfi séu brothættir. Engin þörf er á að láta huggulegt hverfi sem þetta sigla í átt að strandi þegar bjargræðin eru mörg, m.a. með því að þétta þar byggð. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir. Sem dæmi um afleiðingar slíkra sprungna innviða, sjá nýlegt viðtal við skólastjóra Laugarnesskóla um ástandið í Laugardal (Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir). Hin hliðin – þegar tækifæri til þéttingar eru ekki nýtt Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að byggð í Staðarhverfi í Grafarvogi yrði gerð þéttari og fyrir kosningarnar sl. vor var það eitt af loforðum flokksins. Slík stefna er hins vegar ekki á stefnuskrá núverandi meirihluta borgarstjórnar, jafnvel þótt á síðasta kjörtímabili hafi þáverandi meirihluti borgarstjórnar lokað eina grunnskólanum í Staðarhverfi, Korpuskóla. Helstu rökin fyrir því að loka Korpuskóla voru þau að nemendur væru of fáir. Þétting byggðar hins vegar hefði getað orðið hluti af þeirri lausn að halda skólastarfinu áfram. Hinn 29. ágúst sl. bárust svo fréttir af því að hugmyndir væru uppi á meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar að loka eina leikskólanum sem er rekin í Staðarhverfi (Fundað um framtíð leikskólans Bakka). Rökin aftur, fyrir þessum hugmyndum, er að húsnæðið undir leikskólann nýtist ekki með fullnægjandi hætti þar eð til lengri tíma séu nemendur of fáir. Að loka leikskóla í Reykjavík, þegar hátt ákall er núna á meðal reykvískra foreldra um fleiri dagvistunarúrræði, stingur óneitanlega í stúf. Þessar nýjustu hugmyndir gefa þó til kynna, rétt eins og lokun Korpuskóla, að innviðir í Staðarhverfi séu brothættir. Engin þörf er á að láta huggulegt hverfi sem þetta sigla í átt að strandi þegar bjargræðin eru mörg, m.a. með því að þétta þar byggð. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun