Vilja gera ferðamönnum kleift að njóta landsins óháð veðri Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. september 2022 07:00 Davíð Örn Ingimarsson er annar tveggja stofnenda fyrirtækisins IcelandCover. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið IcelandCover var stofnað með það að markmiði að hjálpa ferðamönnum að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða óháð síbreytilegu íslensku veðri. Fyrirtækið leigir út útivistarfatnað til ferðamanna. Á dögunum opnuðu eigendurnir búð á Laugavegi. Hugmyndin að fyrirtækinu IcelandCover fæddist þegar annar stofnenda fyrirtækisins vann í Bláa lóninu, þar spjallaði hann við ferðamenn sem furðuðu sig á því af hverju ekki væri hægt að leigja útivistarfatnað. „Stuttu eftir það þá förum ég og vinur minn, sem er meðeigandi minn í fyrirtækinu á rúntinn. Ég segi honum frá hugmyndinni og honum finnst þetta frábært hugmynd og býr til SWOT greiningu daginn eftir, við eiginlega bara byrjum þetta strax eftir það,“ segir Davíð Örn Ingimarsson annar stofnenda. Stofnendur fyrirtækisins eru tveir, Davíð Örn Ingimarsson og Sveinbjörn Traustason en Sveinbjörn er viðskiptafræðimenntaður á meðan Davíð er með B.A. gráðu í handritagerð. Hann segir fyrirtækjarekstur sem þennan ekki hafa legið beinast við. Davíð Örn Ingimarsson (t.v.) og Sveinbjörn Traustason eru stofnendur fyritækisins. Seldu ekki eina flík fyrsta árið „Við stofnuðum þetta fyrirtæki og það gerðist ekkert í eitt ár, við seldum ekki eina flík í heilt ár nánast,“ segir Davíð. Fyrirtækið hafi verið stofnað í desember 2018 og fyrsta flík leigð út í ágúst eða september 2019. Hann segir þó söluleysið hafa verið þeim sjálfum að kenna, þeir hafi ekki vitað hvað þeir væru að gera. Davíð segir fyrirtækið hafa verið rekið í hjáverkum fyrst um sinn þeir hafi þó verið heppnir að vera ekki komnir á fullt skrið þegar Covid skall á. Hann segir reksturinn nú vera að komast á fulla ferð en fyrirtækið er komið í húsnæði á Laugavegi 54. Búðin er staðsett á Laugavegi 54 og opnaði á mánudaginn í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Davíð segist upplifa mikla eftirspurn eftir þjónustu sem þessari, hótelin, fólkið sem sé að þjónusta ferðamennina sé mjög spennt fyrir þessu. „Við erum fyrirtæki sem að leigir út útivistarfatnað fyrir þennan hefðbundna ferðamann sem er að fara á Snæfellsnes, sem er að fara gullna hringinn, suðurströndina,“ segir Davíð. Kjarna fyrirtækisins segir hann vera að gera ferðamönnum kleift að njóta landsins. „Við erum að gera ferðamönnum kleift að upplifa Ísland án þess að þurfa að hafa of miklar áhyggjur af veðrinu. Þú vilt ekki vera að reyna að sjá norðurljósin en þér er svo ótrúlega kalt af því þú ert svo illa klæddur að þú þorir ekki að fara út úr bílnum eða vilt ekki vera lengur úti heldur en tvær, þrjár mínútur,“ segir Davíð. Í boði eru til dæmis úlpur og fóðraðir regnjakkar.Vísir/Vilhelm Bandaríkjamenn helstu viðskiptavinirnir Hann segir ferlið ganga þannig fyrir sig að fólk panti flíkurnar á netinu, velji sér stærð og hvenær það vilji fá flíkurnar afhentar. IcelandCover keyri fatnaðinn svo út á höfuðborgarsvæðinu og fari með á hótel, hostel eða í Airbnb íbúðir. „Við reynum að ábyrgjast það að fólk fái réttu stærðina, þegar við komum með fötin til þeirra þá erum við með nokkrar stærðir. Þannig ef þú pantar medium þá komum við vanalega með medium og small.“ Aðspurður hverjir helstu viðskiptavinir fyrirtækisins séu segir hann það vera Bandaríkjamenn, þá sérstaklega frá hlýju fylkjum Bandaríkjanna. Hann segir allur gangur vera á því hvort fólk sé að leigja fatnað fyrir lengri eða styttri ferðir. „Sérstaklega núna eftir að við opnuðum búðina þá fáum við fólk sem vill bara leigja fötin í einn dag og svo kom hérna manneskja og vildi leigja föt í tvær vikur,“ segir Davíð. Þurftu að loka fyrir pantanir í desember Hann segir athyglina sem fyrirtækið hafi fengið hingað til verið lífræna en fyrirtækið hafi ekki auglýst neitt. „Við erum bara rétt að byrja núna og erum mjög vongóðir fyrir veturinn, sérstaklega líka horfandi á ferðamannatölurnar sem við erum að sjá,“ segir Davíð. Dæmi séu um kúnna sem séu að bóka langt fram í tímann en Davíð segir fatnaðinn hafa verið uppbókaðan í desember 2019 og 2021. Hann segir fyrirtækið hafa þurft að loka fyrir pantanir í desember 2021 en hann vilji gera það sem hann getur til þess að þeir þurfi ekki að gera það aftur. Flækjulaus fatnaður Fatnaður fyrirtækisins kemur frá sænska útivistarmerkinu Didriksons en flíkurnar segir Davíð vera einfaldar og góðar. „Pælingin á bak við fötin er alltaf, eins og ég kalla það á ensku svona „no nonsense“ úrval. Þetta eru föt sem þú þarft fyrir Ísland sem ég og við Íslendingar notum á veturna, ekkert meira og ekkert minna,“ segir Davíð. Hann segir fyrirtækið hlusta á eftirspurn til þess að ákvarða hvort þörf sé á frekara vöruúrvali. Þeir hafi til dæmis farið að leigja út útivistarskó vegna þess að önnur hvor skilaboð sem þeir fengu snerust að því hvort hægt væri að fá slíka. „Við erum til dæmis búin að fá þá nokkrar fyrirspurnir um göngustafi en við þurfum aðeins að sjá hvort það hafi verið út af eldfjallinu eða hvort að það sé raunveruleg eftirspurn eftir göngustöfum og þá náttúrulega hikum við ekki við það að kaupa nokkra göngustafi og leigja þá út,“ segir Davíð. Hér má sjá útivistarskóna sem standa ferðalöngum til boða.Vísir/Vilhelm Hann segir þá til dæmis hafa verið fljóta að byrja að bjóða upp á mannbrodda en ástæðuna megi rekja til starfsreynslu Davíðs hjá Bláa lóninu. Þar hafi hann séð marga renna og slasa sig. „Ég sá svo ótrúlega marga einstaklinga, reyndar augljóslega hálf nakin í sundfötunum sínum, renna og þá þurfti bara að hringja á sjúkrabíl af því að þau brutu eitthvað. Þá var bara ferðin búin, það er ótrúlega leiðinlegt.“ Að lokum segist Davíð vona að vöxtur verði hjá fyrirtækinu, það væri frábært að þurfa að redda meiri fatnaði vegna þess að hann væri allur í útleigu. „Ég bara hérna kófsveittur í stressi og kvíða að það verði ekki nógu mikið af fötum það væri bara algjör snilld.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hugmyndin að fyrirtækinu IcelandCover fæddist þegar annar stofnenda fyrirtækisins vann í Bláa lóninu, þar spjallaði hann við ferðamenn sem furðuðu sig á því af hverju ekki væri hægt að leigja útivistarfatnað. „Stuttu eftir það þá förum ég og vinur minn, sem er meðeigandi minn í fyrirtækinu á rúntinn. Ég segi honum frá hugmyndinni og honum finnst þetta frábært hugmynd og býr til SWOT greiningu daginn eftir, við eiginlega bara byrjum þetta strax eftir það,“ segir Davíð Örn Ingimarsson annar stofnenda. Stofnendur fyrirtækisins eru tveir, Davíð Örn Ingimarsson og Sveinbjörn Traustason en Sveinbjörn er viðskiptafræðimenntaður á meðan Davíð er með B.A. gráðu í handritagerð. Hann segir fyrirtækjarekstur sem þennan ekki hafa legið beinast við. Davíð Örn Ingimarsson (t.v.) og Sveinbjörn Traustason eru stofnendur fyritækisins. Seldu ekki eina flík fyrsta árið „Við stofnuðum þetta fyrirtæki og það gerðist ekkert í eitt ár, við seldum ekki eina flík í heilt ár nánast,“ segir Davíð. Fyrirtækið hafi verið stofnað í desember 2018 og fyrsta flík leigð út í ágúst eða september 2019. Hann segir þó söluleysið hafa verið þeim sjálfum að kenna, þeir hafi ekki vitað hvað þeir væru að gera. Davíð segir fyrirtækið hafa verið rekið í hjáverkum fyrst um sinn þeir hafi þó verið heppnir að vera ekki komnir á fullt skrið þegar Covid skall á. Hann segir reksturinn nú vera að komast á fulla ferð en fyrirtækið er komið í húsnæði á Laugavegi 54. Búðin er staðsett á Laugavegi 54 og opnaði á mánudaginn í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Davíð segist upplifa mikla eftirspurn eftir þjónustu sem þessari, hótelin, fólkið sem sé að þjónusta ferðamennina sé mjög spennt fyrir þessu. „Við erum fyrirtæki sem að leigir út útivistarfatnað fyrir þennan hefðbundna ferðamann sem er að fara á Snæfellsnes, sem er að fara gullna hringinn, suðurströndina,“ segir Davíð. Kjarna fyrirtækisins segir hann vera að gera ferðamönnum kleift að njóta landsins. „Við erum að gera ferðamönnum kleift að upplifa Ísland án þess að þurfa að hafa of miklar áhyggjur af veðrinu. Þú vilt ekki vera að reyna að sjá norðurljósin en þér er svo ótrúlega kalt af því þú ert svo illa klæddur að þú þorir ekki að fara út úr bílnum eða vilt ekki vera lengur úti heldur en tvær, þrjár mínútur,“ segir Davíð. Í boði eru til dæmis úlpur og fóðraðir regnjakkar.Vísir/Vilhelm Bandaríkjamenn helstu viðskiptavinirnir Hann segir ferlið ganga þannig fyrir sig að fólk panti flíkurnar á netinu, velji sér stærð og hvenær það vilji fá flíkurnar afhentar. IcelandCover keyri fatnaðinn svo út á höfuðborgarsvæðinu og fari með á hótel, hostel eða í Airbnb íbúðir. „Við reynum að ábyrgjast það að fólk fái réttu stærðina, þegar við komum með fötin til þeirra þá erum við með nokkrar stærðir. Þannig ef þú pantar medium þá komum við vanalega með medium og small.“ Aðspurður hverjir helstu viðskiptavinir fyrirtækisins séu segir hann það vera Bandaríkjamenn, þá sérstaklega frá hlýju fylkjum Bandaríkjanna. Hann segir allur gangur vera á því hvort fólk sé að leigja fatnað fyrir lengri eða styttri ferðir. „Sérstaklega núna eftir að við opnuðum búðina þá fáum við fólk sem vill bara leigja fötin í einn dag og svo kom hérna manneskja og vildi leigja föt í tvær vikur,“ segir Davíð. Þurftu að loka fyrir pantanir í desember Hann segir athyglina sem fyrirtækið hafi fengið hingað til verið lífræna en fyrirtækið hafi ekki auglýst neitt. „Við erum bara rétt að byrja núna og erum mjög vongóðir fyrir veturinn, sérstaklega líka horfandi á ferðamannatölurnar sem við erum að sjá,“ segir Davíð. Dæmi séu um kúnna sem séu að bóka langt fram í tímann en Davíð segir fatnaðinn hafa verið uppbókaðan í desember 2019 og 2021. Hann segir fyrirtækið hafa þurft að loka fyrir pantanir í desember 2021 en hann vilji gera það sem hann getur til þess að þeir þurfi ekki að gera það aftur. Flækjulaus fatnaður Fatnaður fyrirtækisins kemur frá sænska útivistarmerkinu Didriksons en flíkurnar segir Davíð vera einfaldar og góðar. „Pælingin á bak við fötin er alltaf, eins og ég kalla það á ensku svona „no nonsense“ úrval. Þetta eru föt sem þú þarft fyrir Ísland sem ég og við Íslendingar notum á veturna, ekkert meira og ekkert minna,“ segir Davíð. Hann segir fyrirtækið hlusta á eftirspurn til þess að ákvarða hvort þörf sé á frekara vöruúrvali. Þeir hafi til dæmis farið að leigja út útivistarskó vegna þess að önnur hvor skilaboð sem þeir fengu snerust að því hvort hægt væri að fá slíka. „Við erum til dæmis búin að fá þá nokkrar fyrirspurnir um göngustafi en við þurfum aðeins að sjá hvort það hafi verið út af eldfjallinu eða hvort að það sé raunveruleg eftirspurn eftir göngustöfum og þá náttúrulega hikum við ekki við það að kaupa nokkra göngustafi og leigja þá út,“ segir Davíð. Hér má sjá útivistarskóna sem standa ferðalöngum til boða.Vísir/Vilhelm Hann segir þá til dæmis hafa verið fljóta að byrja að bjóða upp á mannbrodda en ástæðuna megi rekja til starfsreynslu Davíðs hjá Bláa lóninu. Þar hafi hann séð marga renna og slasa sig. „Ég sá svo ótrúlega marga einstaklinga, reyndar augljóslega hálf nakin í sundfötunum sínum, renna og þá þurfti bara að hringja á sjúkrabíl af því að þau brutu eitthvað. Þá var bara ferðin búin, það er ótrúlega leiðinlegt.“ Að lokum segist Davíð vona að vöxtur verði hjá fyrirtækinu, það væri frábært að þurfa að redda meiri fatnaði vegna þess að hann væri allur í útleigu. „Ég bara hérna kófsveittur í stressi og kvíða að það verði ekki nógu mikið af fötum það væri bara algjör snilld.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira