Dregur enn úr atvinnuleysi sem mælist nú 3,1 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 10:14 Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi síðustu mánuði. Graf/Vinnumálastofnun Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1 prósent og minnkaði um 0,1 prósent milli mánaða. Að meðaltali voru 6.009 atvinnulausir í ágúst, 3.276 karlar og 2.733 konur. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 5,3 prósent og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,4 prósent. „Atvinnuleysi er lægra meðal kvenna en karla á þremur svæðum, á Vestfjörðum þar sem það var 1,7% meðal karla og 1,3% meðal kvenna, á Norðurlandi vestra þar sem atvinnuleysi karla var 1,0% og atvinnuleysi kvenna 0,4% og á Austurlandi þar sem atvinnuleysi karla var 1,4% og atvinnuleysi kvenna 1,2%. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnleysi karla og kvenna jafnt 3,4%,“ segir í skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls voru 2.700 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði um 142 frá júlí. Af atvinnulausum höfðu 2.395 verið án atvinnu í meira en 12 mánuði en það er mun minni fjöldi en í ágúst í fyrra, þegar 5.083 höfðu verið atvinnulausir í meira en 12 mánuði. „Atvinnulausum í lok ágúst fækkaði í öllum atvinnugreinum frá lokum júlí. Mest var hlutfallsleg fækkun atvinnulausra í ferðatengdum atvinnugreinum, í ýmiss konar opinberri þjónustu (fræðslu, heilbr. og félagsþjónustu), í upplýsingatækni- og útgáfu svo og við sjávarútveg eða á bilinu 15% til 18% fækkun atvinnulausra milli mánaða,“ segir í skýrslunni. Í ágúst voru 29 erlend þjónustufyrirtæki starfandi með samtals 237 starfsmenn. „Þá voru starfsmenn starfsmannaleiga, innlendra og erlendra samtals 672 í ágúst á vegum 19 starfsmannaleiga. Flestir starfsmenn starfsmannaleiga komu frá Póllandi eða 51%, 19% frá Lettlandi og 13% frá Litháen. Þeir sem eftir standa eða um 17% starfsmanna komu frá 11 öðrum ríkjum.“ Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi í september verði á bilinu 2,9 prósent til 3,2 prósent. Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
„Atvinnuleysi er lægra meðal kvenna en karla á þremur svæðum, á Vestfjörðum þar sem það var 1,7% meðal karla og 1,3% meðal kvenna, á Norðurlandi vestra þar sem atvinnuleysi karla var 1,0% og atvinnuleysi kvenna 0,4% og á Austurlandi þar sem atvinnuleysi karla var 1,4% og atvinnuleysi kvenna 1,2%. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnleysi karla og kvenna jafnt 3,4%,“ segir í skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls voru 2.700 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði um 142 frá júlí. Af atvinnulausum höfðu 2.395 verið án atvinnu í meira en 12 mánuði en það er mun minni fjöldi en í ágúst í fyrra, þegar 5.083 höfðu verið atvinnulausir í meira en 12 mánuði. „Atvinnulausum í lok ágúst fækkaði í öllum atvinnugreinum frá lokum júlí. Mest var hlutfallsleg fækkun atvinnulausra í ferðatengdum atvinnugreinum, í ýmiss konar opinberri þjónustu (fræðslu, heilbr. og félagsþjónustu), í upplýsingatækni- og útgáfu svo og við sjávarútveg eða á bilinu 15% til 18% fækkun atvinnulausra milli mánaða,“ segir í skýrslunni. Í ágúst voru 29 erlend þjónustufyrirtæki starfandi með samtals 237 starfsmenn. „Þá voru starfsmenn starfsmannaleiga, innlendra og erlendra samtals 672 í ágúst á vegum 19 starfsmannaleiga. Flestir starfsmenn starfsmannaleiga komu frá Póllandi eða 51%, 19% frá Lettlandi og 13% frá Litháen. Þeir sem eftir standa eða um 17% starfsmanna komu frá 11 öðrum ríkjum.“ Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi í september verði á bilinu 2,9 prósent til 3,2 prósent.
Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent