„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 09:32 Orri Steinn Óskarsson með hárið í lagi fyrir æfingu U21-landsliðsins í gær. vísir/Arnar „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“ EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira