Vextir, verðbólga og öskrandi verkkvíði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2022 18:02 Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar