Haukfránn og Trippa-Jón Ármann Jakobsson skrifar 28. september 2022 10:02 Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun