Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2022 20:43 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Hann segir áróðursstríð Rússa vera orðið hið vandræðalegasta. Stöð 2/Arnar Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, ræddi vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir sigur Úkraínumanna yfir Lyman, mikilvægum bæ í einu héraðinu sem innlimað var í Rússland með formlegri athöfn í gær, vera fyrst og fremst vandræðalegan fyrir Rússa. „Í fyrsta lagi er þetta mikið áfall og í öðru lagi, frá sjónarhóli áróðursstríði Rússa, þá er þetta mikið bakslag. Þetta er beint í kjölfarið á þessari dans- og sönghátíð í gær þar sem Pútín lýsti yfir yfirtöku á þessum fylkjum í Úkraínu þannig að þetta er vandræðalegt. Þetta sýnir að heraflanum er illa stýrt og það hefur áhrif á Pútín sjálfan sem er meira farinn að skipta sér af stjórn stríðsins.“ Rússneskir leiðtogar skammast hver í öðrum Friðrik segir herkvaðningu í Rússlandi ekki bæta stöðuna, þvert á móti flækja málin þar sem Rússar virðist ekki ráða við þá aðgerð. „Fréttir berast af því að fólk sem kallað er til í þessari herkvaðningu fái ekki búnað, vopn, búninga eða þjálfun. Það er verið að skófla því á frontinn. Þetta er allt hið pínlegasta.“ Staðan sé veikleikamerki fyrir Rússa og það sjáist best á skömmunum sem fara á milli rússneskra leiðtoga. „Kadyrov, leiðtogi Tjetjena er mjög stóryrtur á Telegram í dag og hreinlega kallar eftir því að leiðtogi hersins á svæðinu verði rekinn og að Asimov, yfirherforingi rússneska hersins, verði látinn víkja líka – og kallar eftir notkun á „taktískum“ kjarnavopnum.“ Næstu skref Rússa áhyggjuefni Staðan sé því öll sú vandræðalegasta fyrir Rússa en erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að snúa henni við. „Leið Rússa úr svona ógöngum er að stigmagna og verða hömlulausari í sínum aðgerðum. Það er það sem veldur manni áhyggjum.“ Friðrik segir sýningu Rússa í gær á innlimun fjögurra héraða Úkraínu fyrst og fremst vera innanlandspólitík og í mesta lagi styrkja ímynd stjórnarinnar hjá almenningi. „En þegar það kemur svona niðurlæging á vígvellinum beint í framhaldi þá er erfitt að sjá hvernig trúverðugleikinn á að halda, meira að segja innanlands.“ Ukrainian soldiers throw down Russian flags from the roof of Lyman s town council building. Looks like the DNR one didn t fare too well either pic.twitter.com/y10kNUMgri— Jack Losh (@jacklosh) October 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, ræddi vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir sigur Úkraínumanna yfir Lyman, mikilvægum bæ í einu héraðinu sem innlimað var í Rússland með formlegri athöfn í gær, vera fyrst og fremst vandræðalegan fyrir Rússa. „Í fyrsta lagi er þetta mikið áfall og í öðru lagi, frá sjónarhóli áróðursstríði Rússa, þá er þetta mikið bakslag. Þetta er beint í kjölfarið á þessari dans- og sönghátíð í gær þar sem Pútín lýsti yfir yfirtöku á þessum fylkjum í Úkraínu þannig að þetta er vandræðalegt. Þetta sýnir að heraflanum er illa stýrt og það hefur áhrif á Pútín sjálfan sem er meira farinn að skipta sér af stjórn stríðsins.“ Rússneskir leiðtogar skammast hver í öðrum Friðrik segir herkvaðningu í Rússlandi ekki bæta stöðuna, þvert á móti flækja málin þar sem Rússar virðist ekki ráða við þá aðgerð. „Fréttir berast af því að fólk sem kallað er til í þessari herkvaðningu fái ekki búnað, vopn, búninga eða þjálfun. Það er verið að skófla því á frontinn. Þetta er allt hið pínlegasta.“ Staðan sé veikleikamerki fyrir Rússa og það sjáist best á skömmunum sem fara á milli rússneskra leiðtoga. „Kadyrov, leiðtogi Tjetjena er mjög stóryrtur á Telegram í dag og hreinlega kallar eftir því að leiðtogi hersins á svæðinu verði rekinn og að Asimov, yfirherforingi rússneska hersins, verði látinn víkja líka – og kallar eftir notkun á „taktískum“ kjarnavopnum.“ Næstu skref Rússa áhyggjuefni Staðan sé því öll sú vandræðalegasta fyrir Rússa en erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að snúa henni við. „Leið Rússa úr svona ógöngum er að stigmagna og verða hömlulausari í sínum aðgerðum. Það er það sem veldur manni áhyggjum.“ Friðrik segir sýningu Rússa í gær á innlimun fjögurra héraða Úkraínu fyrst og fremst vera innanlandspólitík og í mesta lagi styrkja ímynd stjórnarinnar hjá almenningi. „En þegar það kemur svona niðurlæging á vígvellinum beint í framhaldi þá er erfitt að sjá hvernig trúverðugleikinn á að halda, meira að segja innanlands.“ Ukrainian soldiers throw down Russian flags from the roof of Lyman s town council building. Looks like the DNR one didn t fare too well either pic.twitter.com/y10kNUMgri— Jack Losh (@jacklosh) October 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira