Viðskipti innlent

Bein út­sending: Haust­fundur Lands­virkjunar

Atli Ísleifsson skrifar
Meginþema haustfundarins að þessu sinni er „forgangsröðun“.
Meginþema haustfundarins að þessu sinni er „forgangsröðun“. Landsvirkjun

Haustfundur Landsvirkjunar hefst klukkan níu í dag og er yfirskrift fundarins að þessu sinni Breytt heimsmynd – breytt forgangsröðun. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan.

Á fundinum verður fjallað um hvað sé að gerast á erlendum orkumörkuðum og hver áhrifin séu hér á landi.

„Um skýr markmið Íslands í loftslagsmálum, orkuskipti og rafeldsneyti, hvaðan við fáum meiri orku og hvernig Landsvirkjun þarf að forgangsraða í orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina.

Samfélagið kallar á meiri græna og endurnýjanlega orku og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar að svara því kalli,“ segir í tilkynningunni.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×