Spilakassarekstur Rauða krossins Alma Hafsteinsdóttir skrifar 4. október 2022 09:00 Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögulega veit fólk ekki um önnur „fjáröflunarverkefni” Rauða krossins, rekstur spilakassa. Rauði krossinn á Íslandi á og rekur eina hörðustu og skaðlegustu fjáröflunarleið sem þekkist. Þar standa spilafíklar að mestu vaktina og ástvinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Samtök áhugafólks um spilafíkn af stað með átakið lokum.is. Þar deildu spilafíklar og ástvinir þeirra reynslu sinni af spilakössum. Átakinu var ætlað að opna umræðuna og upplýsa almenning um skaðsemi spilakassa. Í daglegu lífi verður meirihluti almennings ekki var við spilakassarekstur Rauða krossins, fólk er almennt ekki að spila í spilakössum. Spilafíklar eru ekki að leggja málefnum Rauða krossins lið heldur að spila í spilakössum vegna þess að þeir eru haldnir spilafíkn, spilafíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila. Spilafíklar á Íslandi sem standa undir verulegum hluta tekna Rauða krossins af spilakössum eru á bilinu 1000 - 2000 einstaklingar. Um er að ræða mjög jaðarsettan og fámennan hóp. Einstaklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum samtökum sem Rauði krossinn er. Opinberlega ræða forsvarsmenn Rauða krossins aldrei vanda spilafíkla, þann ómælda harmleik sem spilafíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr afleiðingum spilakassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skaðlegt og jafnvel reyna að draga úr trúverðugleika spilafíkla og þeirra sem vekja máls á skaðsemi spilakassa. Vísa þeir ávallt í hversu mikilvægar þessar tekjur eru. En spilakassareksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórnvalda til að starfrækja innlenda netspilun sem í daglegu tali nefnist fjárhættuspil á netinu, allt í nafni mannúðar og góðgerðarmála. Vert er að taka fram að samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Ljóst er að þau grunngildi sem Rauði krossinn birtir á heimasíðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spilafíkn. Ef grunngildin væru í hávegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spilakassa. Það er skylda Rauða krossins á Íslandi að upplýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verkefni sem er, um spilakassarekstur sinn. Annað er ósiðlegt. Í betra og mannúðlegra samfélagi væri Rauði krossinn á Íslandi að leita til almennings um frjáls framlög, framlög t.d. í formi mannvina af því að stjórn Rauða krossins ákvað að hætta rekstri spilakassa. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögulega veit fólk ekki um önnur „fjáröflunarverkefni” Rauða krossins, rekstur spilakassa. Rauði krossinn á Íslandi á og rekur eina hörðustu og skaðlegustu fjáröflunarleið sem þekkist. Þar standa spilafíklar að mestu vaktina og ástvinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Samtök áhugafólks um spilafíkn af stað með átakið lokum.is. Þar deildu spilafíklar og ástvinir þeirra reynslu sinni af spilakössum. Átakinu var ætlað að opna umræðuna og upplýsa almenning um skaðsemi spilakassa. Í daglegu lífi verður meirihluti almennings ekki var við spilakassarekstur Rauða krossins, fólk er almennt ekki að spila í spilakössum. Spilafíklar eru ekki að leggja málefnum Rauða krossins lið heldur að spila í spilakössum vegna þess að þeir eru haldnir spilafíkn, spilafíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila. Spilafíklar á Íslandi sem standa undir verulegum hluta tekna Rauða krossins af spilakössum eru á bilinu 1000 - 2000 einstaklingar. Um er að ræða mjög jaðarsettan og fámennan hóp. Einstaklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum samtökum sem Rauði krossinn er. Opinberlega ræða forsvarsmenn Rauða krossins aldrei vanda spilafíkla, þann ómælda harmleik sem spilafíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr afleiðingum spilakassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skaðlegt og jafnvel reyna að draga úr trúverðugleika spilafíkla og þeirra sem vekja máls á skaðsemi spilakassa. Vísa þeir ávallt í hversu mikilvægar þessar tekjur eru. En spilakassareksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórnvalda til að starfrækja innlenda netspilun sem í daglegu tali nefnist fjárhættuspil á netinu, allt í nafni mannúðar og góðgerðarmála. Vert er að taka fram að samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Ljóst er að þau grunngildi sem Rauði krossinn birtir á heimasíðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spilafíkn. Ef grunngildin væru í hávegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spilakassa. Það er skylda Rauða krossins á Íslandi að upplýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verkefni sem er, um spilakassarekstur sinn. Annað er ósiðlegt. Í betra og mannúðlegra samfélagi væri Rauði krossinn á Íslandi að leita til almennings um frjáls framlög, framlög t.d. í formi mannvina af því að stjórn Rauða krossins ákvað að hætta rekstri spilakassa. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar