„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2022 19:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að hækkun stýrivaxta sé líklega lokið í bili. En sendir boltann til ríkis og vinnumarkaðar. Jón Gunnar Bentsson aðahagfræðingur Íslandsbanka telur peningastefnunefnd SÍ andvarpa af létti yfir að verð á húsnæði sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00