Hafðu hátt, taktu pláss… en ekki vera hávær frekja! Thelma Kristín Kvaran skrifar 6. október 2022 16:30 Kæra kona…. Ekki hreyfa hendurnar svona þegar þú talar, því þá mun enginn karlmaður taka mark á þér! Talaðu með dýpri röddu því þá tekur fólk betur mark á þér! Ætlar þú BARA að taka sex mánaða fæðingarorlof? Ekki vera svona tilfinningarík! Ertu nokkuð að fara að eignast börn strax? Þú ert nú meiri frekjan! Þetta er of mikið álagsstarf fyrir konu með ung börn! Mikið ertu vel gift og ofdekruð að eiga mann sem sækir börnin á leikskólann, verslar inn og eldar! Hver sér um börnin þegar þau verða veik? Hvað finnst manninum þínum um að þú þénir meira en hann? Af hverju varstu að eignast svona mörg börn? – Þú ert alltaf í vinnunni! Þú veist að konur í dag geta ekki unnið úti, haldið gott heimili og alið upp góð börn! Þegar ég var á þínum aldri sá ég sjálf um að þrífa heimilið! Hefurðu næga aðstoð frá öðrum í fjölskyldunni með börnin? Æææ, greyið hann. Honum á eftir að leiðast svo mikið í svona löngu fæðingarorlofi! Mikið áttu góðan mann! Það myndu ekki allir una því að konan þeirra ynni svona mikið! Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju konur eru í svona miklum minnihluta í stöðum forstjóra á Íslandi, en í dag eru þær ekki nema 24%. Þá eru konur einnig í miklum minnihluta í hópi umsækjenda um slík störf. Ætli það sé áhugaleysi? Eru kannski ekkert svo margar konur sem vilja verða forstjórar? Ég neita að trúa því og er sannfærð um að margar aðrar ástæður liggi að baki. Við höfum flest heyrt talað um að konur sæki síður um ef þær telji sig ekki uppfylla öll skilyrðin í auglýsingunni. Það má alveg vera, enda er okkur kennt að fylgja reglum allt frá barnæsku og hafa rannsóknir sýnt að stelpur séu gjarnari að fylgja reglum heldur en strákar, þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt. Ég hef einnig heyrt konur lýsa að þeim finnist varla taka því lengur að sækja um starf forstjóra, því sagan sýni að karl er oftast ráðinn. Hins vegar er það nokkuð ljóst að líkurnar að kona fái starfið minnka ef þær sækja ekki um. Eftir að hafa átt mörg samtöl við vinkonur og konur úr atvinnulífinu, er eitt sem er áberandi á milli flestra, það er samviskubitið sem margar finna fyrir ef þær hafa eytt miklum tíma í vinnu eða sett starfsframann ofarlega á forgangslistann. Ég ákvað því að spyrja konur úr atvinnulífinu eftirfarandi spurningar: Hvað hefur verið sagt við ykkur (eða hvaða „ráð“ hafið þið fengið) á vinnustað eða annars staðar, í tengslum við starfið ykkar, starfsþróun, menntun eða annað, sem ekki er sagt við karla? Setningarnar hér að ofan voru eingöngu brot af því sem ég fékk sent. En hvað hafa þessar setningar með þetta samviskubit að gera? Ef kona vinnur mikið, þá fær hún neikvæðar athugasemdir sem gefa í skyn eða láta henni líða eins og hún sé slæm móðir eða maki. En ef karl vinnur mikið þá er hann t.d. kallaður duglegur eða öflugur. Því miður er það of oft þannig að konur taka oftar þessa svokölluðu þriðju vakt heimilisins með þeirri hugrænu byrði (e. mental load) sem henni fylgir. Þessi byrði hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi og veldur aukinni streitu og stuðlar að kulnun. Það hefur blessunarlega orðið vitundarvakning í þessum málum á undanförnum árum og hefur verið gaman að sjá fleiri karlmenn verða meðvitaðri og þá sérstaklega yngri menn. En betur má ef duga skal! Á meðan ójafnvægi ríkir milli karla og kvenna inni á heimilum mun jafnrétti ekki nást fyrir utan það. Það er nógu erfitt að þurfa að sinna þessu, ofan á krefjandi starf og því hjálpa svona athugasemdir ekki. Eigum við ekki að breyta því hvernig við tölum við hvort annað? Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar – Jafnrétti er ákvörðun! Jafnvægisvog FKA er unnin í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Ríkisútvarpinu. Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 200 talsins, en öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta skráð sig til þátttöku og heitið því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar um að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar Árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fer fram miðvikudaginn 12. október klukkan 12:00, og verður streymt í beinni útsendingu á www.ruv.is. Við fáum fróðleg erindi frá fólki úr atvinnulífinu auk þess sem veittar verða viðurkenningar til þeirra aðila sem eru þátttakendur í Jafnvægisvoginni og hafa náð að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Skráning er hafin á heimasíðu Jafnvægisvogarinnar: www.jafnvaegisvogin.is og er aðgangur ókeypis. Að lokum vil ég enda á uppbyggilegum og jákvæðum setningum sem við getum notað í stað þeirra hér að ofan. Ég er sannfærð um að ef við förum að nota hvetjandi orðalag í stað þess sem rífur aðra niður þá munum við sjá fleiri konur taka af skarið og sækjast eftir stærri störfum! Kæra kona… Þú ert svo drífandi! Þú ert öflug! Þú ert að standa þig svo vel! Ég dáist að þér! Þú og maki þinn eruð svo flott teymi! Þitt framlag á stóran þátt í árangri fyrirtækisins! Það hefur verið svo gaman að fylgjast með þér ná árangri! Ég dáist að vinnueðli þínu! Ég er stolt/ur af þér! Þú ert svo hæfileikarík! Þú ert leiðtogi! Þú gefur svo góð ráð! Þú ert svo góð fyrirmynd! Það er aðdáunarvert að sjá hversu vel þér tekst að sinna fjölskyldunni samhliða krefjandi starfi! Gerðu það sem þér líður best með! (aðstoð með þrif, au-pair, stutt fæðingarorlof, langt fæðingarorlof, vinna heima, vilja verða stjórnandi, vilja ekki verða stjórnandi) Höfundur er meðeigandi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta og verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra kona…. Ekki hreyfa hendurnar svona þegar þú talar, því þá mun enginn karlmaður taka mark á þér! Talaðu með dýpri röddu því þá tekur fólk betur mark á þér! Ætlar þú BARA að taka sex mánaða fæðingarorlof? Ekki vera svona tilfinningarík! Ertu nokkuð að fara að eignast börn strax? Þú ert nú meiri frekjan! Þetta er of mikið álagsstarf fyrir konu með ung börn! Mikið ertu vel gift og ofdekruð að eiga mann sem sækir börnin á leikskólann, verslar inn og eldar! Hver sér um börnin þegar þau verða veik? Hvað finnst manninum þínum um að þú þénir meira en hann? Af hverju varstu að eignast svona mörg börn? – Þú ert alltaf í vinnunni! Þú veist að konur í dag geta ekki unnið úti, haldið gott heimili og alið upp góð börn! Þegar ég var á þínum aldri sá ég sjálf um að þrífa heimilið! Hefurðu næga aðstoð frá öðrum í fjölskyldunni með börnin? Æææ, greyið hann. Honum á eftir að leiðast svo mikið í svona löngu fæðingarorlofi! Mikið áttu góðan mann! Það myndu ekki allir una því að konan þeirra ynni svona mikið! Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju konur eru í svona miklum minnihluta í stöðum forstjóra á Íslandi, en í dag eru þær ekki nema 24%. Þá eru konur einnig í miklum minnihluta í hópi umsækjenda um slík störf. Ætli það sé áhugaleysi? Eru kannski ekkert svo margar konur sem vilja verða forstjórar? Ég neita að trúa því og er sannfærð um að margar aðrar ástæður liggi að baki. Við höfum flest heyrt talað um að konur sæki síður um ef þær telji sig ekki uppfylla öll skilyrðin í auglýsingunni. Það má alveg vera, enda er okkur kennt að fylgja reglum allt frá barnæsku og hafa rannsóknir sýnt að stelpur séu gjarnari að fylgja reglum heldur en strákar, þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt. Ég hef einnig heyrt konur lýsa að þeim finnist varla taka því lengur að sækja um starf forstjóra, því sagan sýni að karl er oftast ráðinn. Hins vegar er það nokkuð ljóst að líkurnar að kona fái starfið minnka ef þær sækja ekki um. Eftir að hafa átt mörg samtöl við vinkonur og konur úr atvinnulífinu, er eitt sem er áberandi á milli flestra, það er samviskubitið sem margar finna fyrir ef þær hafa eytt miklum tíma í vinnu eða sett starfsframann ofarlega á forgangslistann. Ég ákvað því að spyrja konur úr atvinnulífinu eftirfarandi spurningar: Hvað hefur verið sagt við ykkur (eða hvaða „ráð“ hafið þið fengið) á vinnustað eða annars staðar, í tengslum við starfið ykkar, starfsþróun, menntun eða annað, sem ekki er sagt við karla? Setningarnar hér að ofan voru eingöngu brot af því sem ég fékk sent. En hvað hafa þessar setningar með þetta samviskubit að gera? Ef kona vinnur mikið, þá fær hún neikvæðar athugasemdir sem gefa í skyn eða láta henni líða eins og hún sé slæm móðir eða maki. En ef karl vinnur mikið þá er hann t.d. kallaður duglegur eða öflugur. Því miður er það of oft þannig að konur taka oftar þessa svokölluðu þriðju vakt heimilisins með þeirri hugrænu byrði (e. mental load) sem henni fylgir. Þessi byrði hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi og veldur aukinni streitu og stuðlar að kulnun. Það hefur blessunarlega orðið vitundarvakning í þessum málum á undanförnum árum og hefur verið gaman að sjá fleiri karlmenn verða meðvitaðri og þá sérstaklega yngri menn. En betur má ef duga skal! Á meðan ójafnvægi ríkir milli karla og kvenna inni á heimilum mun jafnrétti ekki nást fyrir utan það. Það er nógu erfitt að þurfa að sinna þessu, ofan á krefjandi starf og því hjálpa svona athugasemdir ekki. Eigum við ekki að breyta því hvernig við tölum við hvort annað? Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar – Jafnrétti er ákvörðun! Jafnvægisvog FKA er unnin í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Ríkisútvarpinu. Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 200 talsins, en öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta skráð sig til þátttöku og heitið því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar um að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar Árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fer fram miðvikudaginn 12. október klukkan 12:00, og verður streymt í beinni útsendingu á www.ruv.is. Við fáum fróðleg erindi frá fólki úr atvinnulífinu auk þess sem veittar verða viðurkenningar til þeirra aðila sem eru þátttakendur í Jafnvægisvoginni og hafa náð að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Skráning er hafin á heimasíðu Jafnvægisvogarinnar: www.jafnvaegisvogin.is og er aðgangur ókeypis. Að lokum vil ég enda á uppbyggilegum og jákvæðum setningum sem við getum notað í stað þeirra hér að ofan. Ég er sannfærð um að ef við förum að nota hvetjandi orðalag í stað þess sem rífur aðra niður þá munum við sjá fleiri konur taka af skarið og sækjast eftir stærri störfum! Kæra kona… Þú ert svo drífandi! Þú ert öflug! Þú ert að standa þig svo vel! Ég dáist að þér! Þú og maki þinn eruð svo flott teymi! Þitt framlag á stóran þátt í árangri fyrirtækisins! Það hefur verið svo gaman að fylgjast með þér ná árangri! Ég dáist að vinnueðli þínu! Ég er stolt/ur af þér! Þú ert svo hæfileikarík! Þú ert leiðtogi! Þú gefur svo góð ráð! Þú ert svo góð fyrirmynd! Það er aðdáunarvert að sjá hversu vel þér tekst að sinna fjölskyldunni samhliða krefjandi starfi! Gerðu það sem þér líður best með! (aðstoð með þrif, au-pair, stutt fæðingarorlof, langt fæðingarorlof, vinna heima, vilja verða stjórnandi, vilja ekki verða stjórnandi) Höfundur er meðeigandi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta og verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun