Hlutabréf í þýska bílaframleiðandanum Porsche hækkuðu um tæplega fimmtán prósent í gærmorgun og er fyrirtækið nú átta milljörðum dollara meira virði en Volkswagen.
Næst á eftir Volkswagen koma Mercedes Benz, BMW og Stellantis. Stellantis varð til í fyrra við sameiningu PSA og Fiat Chrysler. Porsche, Benz og BMW eru öll frá Þýskalandi en Stellantis er með höfuðstöðvar í Hollandi.