Hvar er afreksíþróttastefnan? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 11. október 2022 08:00 Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Það var í ljósi þessa sem ég lagði fram þingsályktun um mótun stefnu um afreksfólk í íþróttum, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ráðherra íþróttamála að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk.“ Mér til mikillar gleði var tillagan samþykkt einróma en síðan er liðið á annað ár. Í tillögunni fól Alþingi ráðherra að leggja stefnuna fram fyrir 1. júní 2022. Það gerði hann ekki. Þegar ekkert bólaði á stefnunni fjórum mánuðum eftir að ráðherra bar að skila henni til Alþingis lagði ég inn fyrirspurn og spurði ráðherra íþróttamála um stöðuna. Það hlýtur að fara að styttast í svörin enda fyrirspurnin efnislega einföld: Hvað líður vinnunni? Vonandi mun ráðherra getað svarað því til að stefnan sé nær fullunnin. Það væri verulega svekkjandi ef vilji Alþingis til að bæta úr stöðu afreksíþróttafólksins okkar, sbr. einróma samþykki á tillögu minni þar að lútandi, yrði virtur að vettugi og stefnan rataði í glatkistu ríkisstjórnarinnar. Afreksíþróttafólkið okkar á sannarlega annað og betra skilið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Það var í ljósi þessa sem ég lagði fram þingsályktun um mótun stefnu um afreksfólk í íþróttum, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ráðherra íþróttamála að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk.“ Mér til mikillar gleði var tillagan samþykkt einróma en síðan er liðið á annað ár. Í tillögunni fól Alþingi ráðherra að leggja stefnuna fram fyrir 1. júní 2022. Það gerði hann ekki. Þegar ekkert bólaði á stefnunni fjórum mánuðum eftir að ráðherra bar að skila henni til Alþingis lagði ég inn fyrirspurn og spurði ráðherra íþróttamála um stöðuna. Það hlýtur að fara að styttast í svörin enda fyrirspurnin efnislega einföld: Hvað líður vinnunni? Vonandi mun ráðherra getað svarað því til að stefnan sé nær fullunnin. Það væri verulega svekkjandi ef vilji Alþingis til að bæta úr stöðu afreksíþróttafólksins okkar, sbr. einróma samþykki á tillögu minni þar að lútandi, yrði virtur að vettugi og stefnan rataði í glatkistu ríkisstjórnarinnar. Afreksíþróttafólkið okkar á sannarlega annað og betra skilið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar