Alexander-Arnold fór sömu leið og Ari Freyr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2022 07:00 Trent Alexander-Arnold hefur spilað sem hægri bakvörður undanfarin sjö ár. EPA-EFE/PETER POWELL Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool. Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjá meira
Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjá meira