Alexander-Arnold fór sömu leið og Ari Freyr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2022 07:00 Trent Alexander-Arnold hefur spilað sem hægri bakvörður undanfarin sjö ár. EPA-EFE/PETER POWELL Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool. Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira