Leikreglur heilsugæslunnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 13. október 2022 15:00 Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilsugæsla Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun