Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:11 Kynsegin fólk getur unnið til verðlauna í sínum flokki í næsta Reykjavíkurmaraþoni. Þessi bleiki einhyrningur hljóp fyrir Einstök börn í Reykjavíkurmaraþoninu 2018. Vísir/Vilhelm Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn. „Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna. Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
„Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna.
Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira