Gangi ekki að lykilstarfsmanni sé meinaður aðgangur að tilteknum lykilupplýsingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 21:07 Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að það gangi ekki að framkvæmdastjóri fjármála fyrirtækisins sé meinaður aðgangur að tilteknum fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum fyrirtækisins, líkt og raunin er vegna fjölskyldutengsla framkvæmdastjórans við stjórnarformann Sýnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bjarna sem send var á fjölmiðla í kvöld. Tilefnið er yfirlýsing Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns Sýnar, þar sem hún greindi frá því að hún hafi ákveðið að draga framboð hennar til stjórnar Sýnar til baka. Ástæðan var að hennar sögn afarkostir sem OR hafði sett eiginmanni hennar, Benedikt K. Magnússyni, framkvæmdastjóra fjármála OR. Sagði hún að Bjarni hafi nýlega tjáð Benedikt að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram hjá OR sæti Petrea áfram í stjórn Sýnar, vegna mögulegra ásýndar hagsmunaárekstra. Hún hafi því ákveðið að draga stjórnarframboð sitt á væntanlegum stjórnarfundi Sýnar til baka. Það væru hins vegar vonbrigði að OR hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni. Fær ekki aðgang að mikilvægum samningi Sýnar og Ljósleiðarans Í yfirlýsingu Bjarna er tekið fram að framkvæmdastjóri fjármála OR beri ábyrgð á fjármálum allrar Orkuveitu samstæðunnar. „Vegna tengsla framkvæmdastjóra við stjórnarformann Sýnar þarf að takmarka aðgang hans að fjárhagslegum upplýsingum tengdum Ljósleiðaranum sem er eitt af dótturfélögum OR. Það felur meðal annars í sér nýlegt samkomulag milli Sýnar og Ljósleiðarans sem er báðum fyrirtækjum mikilvægt,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Benedikt hafi því ekki aðgang að samkomulaginu sjálfu né forsendum sem þar búi að baki. „Það er mitt mat að til þess að framkvæmdastjóri fjármála geti sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti gangi ekki að honum sé meinaður aðgangur að fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum. Ég hef tjáð framkvæmdastjóra fjármála þetta. Tekið skal fram að umrætt mál er ekki á borði stjórnar OR heldur er það forstjóri OR sem ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjóra fjármála,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bjarna sem send var á fjölmiðla í kvöld. Tilefnið er yfirlýsing Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns Sýnar, þar sem hún greindi frá því að hún hafi ákveðið að draga framboð hennar til stjórnar Sýnar til baka. Ástæðan var að hennar sögn afarkostir sem OR hafði sett eiginmanni hennar, Benedikt K. Magnússyni, framkvæmdastjóra fjármála OR. Sagði hún að Bjarni hafi nýlega tjáð Benedikt að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram hjá OR sæti Petrea áfram í stjórn Sýnar, vegna mögulegra ásýndar hagsmunaárekstra. Hún hafi því ákveðið að draga stjórnarframboð sitt á væntanlegum stjórnarfundi Sýnar til baka. Það væru hins vegar vonbrigði að OR hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni. Fær ekki aðgang að mikilvægum samningi Sýnar og Ljósleiðarans Í yfirlýsingu Bjarna er tekið fram að framkvæmdastjóri fjármála OR beri ábyrgð á fjármálum allrar Orkuveitu samstæðunnar. „Vegna tengsla framkvæmdastjóra við stjórnarformann Sýnar þarf að takmarka aðgang hans að fjárhagslegum upplýsingum tengdum Ljósleiðaranum sem er eitt af dótturfélögum OR. Það felur meðal annars í sér nýlegt samkomulag milli Sýnar og Ljósleiðarans sem er báðum fyrirtækjum mikilvægt,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Benedikt hafi því ekki aðgang að samkomulaginu sjálfu né forsendum sem þar búi að baki. „Það er mitt mat að til þess að framkvæmdastjóri fjármála geti sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti gangi ekki að honum sé meinaður aðgangur að fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum. Ég hef tjáð framkvæmdastjóra fjármála þetta. Tekið skal fram að umrætt mál er ekki á borði stjórnar OR heldur er það forstjóri OR sem ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjóra fjármála,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26