Albert og félagar halda í við toppliðin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 14:15 Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu. vísir/Getty Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana. Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira
Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira