Arteta þakkaði myndbandsdómgæslunni eftir nauman sigur í Leeds Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 18:30 Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/ANDY RAIN Mikel Arteta þakkaði myndbandsdómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur sinna manna á Elland Road í dag. Arsenal vann eins nauman sigur og hægt verður þegar liðið lagði Leeds United fyrr í dag. Til að byrja með frestaðist leikurinn um 40 mínútur þar sem rafmagnsleysi olli því að tækjabúnaður dómarateymisins virkaði ekki. Þá fengu heimamenn í Leeds tvær vítaspyrnur, þá fyrri varði Aaron Ramsdale en sú síðari var dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur. „Ef þú ferð í MLS-deildina (í Bandaríkjunum) þá er þetta algengt,“ sagði Arteta um töfina sem varð á leiknum. „Þegar við förum þangað á undirbúningstímabilinu getur leik verið frestað um þrjá til fimm tíma vegna þrumuveðurs,“ bætti Spánverjinn við. „Við erum ekki vön þessu en þurfum að venjast þessu þar myndbandsdómgæslan (VAR) skiptir okkur miklu máli. Hefðum við spilað án hennar í dag hefði þetta verið allt annar leikur.“ „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það er engin tilviljun að við vinnum sigra eins og þessa, við sýndum karakter og mikinn vilja.“ Arsenal marði Bodø/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudag og hafði sá leikur áhrif á undirbúninginn fyrir leik dagsins í dag. Líkt og þá var Bukayo Saka hetjan. „Það voru margir leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar á fimmtudaginn [gegn Bodø/Glimt]. Við eyddum aðfaranótt föstudags í Noregi og komum svo hingað til Leeds og unnum báða leikina. Sigrarnir sýna hvert við erum komnir sem lið og mikið hrós til leikmannanna. Þú verður að geta unnið leiki, sama hvað,“ sagði Arteta að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira
Arsenal vann eins nauman sigur og hægt verður þegar liðið lagði Leeds United fyrr í dag. Til að byrja með frestaðist leikurinn um 40 mínútur þar sem rafmagnsleysi olli því að tækjabúnaður dómarateymisins virkaði ekki. Þá fengu heimamenn í Leeds tvær vítaspyrnur, þá fyrri varði Aaron Ramsdale en sú síðari var dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur. „Ef þú ferð í MLS-deildina (í Bandaríkjunum) þá er þetta algengt,“ sagði Arteta um töfina sem varð á leiknum. „Þegar við förum þangað á undirbúningstímabilinu getur leik verið frestað um þrjá til fimm tíma vegna þrumuveðurs,“ bætti Spánverjinn við. „Við erum ekki vön þessu en þurfum að venjast þessu þar myndbandsdómgæslan (VAR) skiptir okkur miklu máli. Hefðum við spilað án hennar í dag hefði þetta verið allt annar leikur.“ „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það er engin tilviljun að við vinnum sigra eins og þessa, við sýndum karakter og mikinn vilja.“ Arsenal marði Bodø/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudag og hafði sá leikur áhrif á undirbúninginn fyrir leik dagsins í dag. Líkt og þá var Bukayo Saka hetjan. „Það voru margir leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar á fimmtudaginn [gegn Bodø/Glimt]. Við eyddum aðfaranótt föstudags í Noregi og komum svo hingað til Leeds og unnum báða leikina. Sigrarnir sýna hvert við erum komnir sem lið og mikið hrós til leikmannanna. Þú verður að geta unnið leiki, sama hvað,“ sagði Arteta að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira