Jintao sat við hlið Xi Jinping, núverandi forseta Kína og arftaka Jintao, uppi á sviði flokksþingsins þegar hann var leiddur á brott af tveimur starfsmönnum. Í frétt BBC segir að Jintao hafi sagt eitthvað við Jinping sem hafi svo kinkað kolli. Stephen McDonnel, fréttaritari BBC í Kína segir að myndband af atvikinu hafi vakið upp miklar spurningar en afar fátt sé um svör frá kínverskum yfirvöldum.
Ríkismiðlar ytra segja að hann hafi verið slappur og því fylgt á brott. Forsetinn fyrrverandi er sagður hafa viljað mæta á fundinn þrátt fyrir að hafa enn verið að jafna sig eftir veikindi.
„Honum leið ekki vel á meðan fundinum stóð og þess vegna fylgdi starfsfólk hans honum út - heilsunnar vegna. Hann fór yfir í herbergi við hlið fundarsalarins til að hvíla sig, nú líður honum mun betur,“ sagði blaðamaður ríkismiðilsins Xinhuanet samkvæmt AlJ.