Konur! Hættum að vinna ókeypis! Tatjana Latinovic skrifar 24. október 2022 08:02 Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi. Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 til að starfa að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Enn í dag eru markmið félagsins hin sömu, að tryggja það að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og að þær hafi sömu tækifæri og sömu laun á vinnumarkaðnum. Þessi tvö markmið eru óaðskiljanleg. Við náum ekki kjarajafnrétti fyrr en konur taka fullan og jafnan þátt í að setja þau lög og reglur sem byggja upp samfélag okkar og vinnumarkað. Við minnumst þess í dag að 100 ár eru síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Íslendinga, fyrst kvenna. Það var ekki fyrr en 87 árum eftir að Ingibjörg komst á þing, árið 2009, að breytinga fór að gæta. Þá urðu konur 43% þingfólks og síðan þá hafa ótal lög sem bæta stöðu kvenna og jafnrétti verið sett. Það kemur í ljós að þegar konur fá dagskrárvald á þingi eru mál tekin fyrir sem tryggja jafnrétti og bæta stöðu allra okkar sem hér búa. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og tryggjum jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Enn er gefinn afsláttur af störfum kvenna og enn meiri afsláttur er gefinn af störfum jaðarsettra hópa svo sem innflytjenda og fatlaðra. Kvennastéttir hafa haldið uppi íslensku samfélagi í aldaraðir. Það eru kvennastéttir sem ala upp og kenna börnum, sem hjúkra sjúkum og hugsa um aldraða. Það eru konur sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins og við verðum að meta störf þeirra að verðleikum. Við í Kvenréttindafélagi Íslands lítum nú til íslenskra stjórnvalda. Að stjórnvöld grípi til aðgerða sem tryggi að skakkt verðmætamat samfélagsins verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll. Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi. Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 til að starfa að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Enn í dag eru markmið félagsins hin sömu, að tryggja það að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og að þær hafi sömu tækifæri og sömu laun á vinnumarkaðnum. Þessi tvö markmið eru óaðskiljanleg. Við náum ekki kjarajafnrétti fyrr en konur taka fullan og jafnan þátt í að setja þau lög og reglur sem byggja upp samfélag okkar og vinnumarkað. Við minnumst þess í dag að 100 ár eru síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Íslendinga, fyrst kvenna. Það var ekki fyrr en 87 árum eftir að Ingibjörg komst á þing, árið 2009, að breytinga fór að gæta. Þá urðu konur 43% þingfólks og síðan þá hafa ótal lög sem bæta stöðu kvenna og jafnrétti verið sett. Það kemur í ljós að þegar konur fá dagskrárvald á þingi eru mál tekin fyrir sem tryggja jafnrétti og bæta stöðu allra okkar sem hér búa. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og tryggjum jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Enn er gefinn afsláttur af störfum kvenna og enn meiri afsláttur er gefinn af störfum jaðarsettra hópa svo sem innflytjenda og fatlaðra. Kvennastéttir hafa haldið uppi íslensku samfélagi í aldaraðir. Það eru kvennastéttir sem ala upp og kenna börnum, sem hjúkra sjúkum og hugsa um aldraða. Það eru konur sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins og við verðum að meta störf þeirra að verðleikum. Við í Kvenréttindafélagi Íslands lítum nú til íslenskra stjórnvalda. Að stjórnvöld grípi til aðgerða sem tryggi að skakkt verðmætamat samfélagsins verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll. Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun