Betri framtíð fyrir börnin okkar Ingibjörg Isaksen skrifar 27. október 2022 12:00 Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun