Ásthildur nýr stjórnarformaður Empower Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2022 08:56 Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Dögg Thomsen, Ásthildur Otharsdóttir og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson. Ólafur Már Svavarsson Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower. Hún tekur við stjórnarformennsku sem fulltrúi Frumtaks Ventures sem leiddi 300 milljóna króna fjármögnun í Empower til að byggja upp hugbúnaðarlausnina, Empower Now. Frá þessu segir í tilkynningu en auk Ásthildar sitja í stjórn þau Dögg Thomsen, ein stofnenda og í framkvæmdastjórn Empower og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson frumkvöðull og hugbúnaðarsérfræðingur. „Hugbúnaðurinn styður fyrirtæki og stofnanir við að ná betri árangri á sviði jafnréttis og fjölbreytni með mælaborði, markmiðasetningu og örfræðslu. Fyrirhugað er að setja hugbúnaðinn á alþjóðamarkað haustið 2023. Ásthildur er meðeigandi og fjárfestingastjóri hjá Frumtak Ventures. Áður var hún stjórnarformaður félagsins frá 2015-2021. Ásthildur hefur gegnt stjórnarsetu um árabil í ýmsum félögum og í dag er hún stjórnarformaður Controlant, Kaptio og 50skills, auk Empower. Hún var stjórnarformaður Marel á árunum 2014-2021 og sat í stjórn áður frá árinu 2010. Ásthildur var í stjórn Icelandair Group á árunum 2012-2019 og sat í háskólaráði Háskóla Íslands frá 2016-2022. Áður leiddi Ásthildur viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjármögnun, og starfaði sem rekstrarráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafélaginu Accenture. Ásthildur er með MBA frá Rotterdam School of Management og próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ásamt stjórnarsetu í fyrirtækjum í eignasafni Frumtaks situr hún í stjórn Íslandsstofu og ráðgjafaráði Boards Impact Forum. Dögg Thomsen er meðstofnandi Empower og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún hefur yfir 25 ára reynslu sem alþjóðlegur ráðgjafi í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Ameríku og Asíu á sviði stjórnunar og stefnumótunar, markaðs- og samskiptamála, vörumerkjaþróunar, notendaviðmóts og upplifunarhönnunar. Hún hefur unnið með fjölda alþjóðlegra vörumerkja, eins og Barclays, Montblanc, Emirates Women, What's On, The Dubai Mall, WEF og Nobu. Dögg hefur setið í stjórnum félaga í Englandi og Dubai. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson er tæknifrumkvöðull með yfir 10 ára reynslu af farsímaleikjagerð. Jóhann var áður tæknistjóri Plain Vanilla Games og stofnandi leikjafyrirtækjanna Teatime og Dexoris. Hjá þessum fyrirtækjum leiddi Jóhann hönnun tækniarkitektúrs og byggði upp hugbúnaðarteymi, m.a. fyrir leikina QuizUp og Trivia Royale sem urðu á meðal vinsælustu spurningaleikja heims, en þeir náðu báðir fyrsta sæti bandarísku App Store. Jóhann hefur setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Mussila og í ráðgjafaráði Eyris Vaxtar síðan 2021. Jóhann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Transition Labs, sem flytur til landsins sum af flottustu verkefnum heims á sviði græns iðnaðar og loftslagslausna,“ segir í tilkynningunni. Empower var stofnað árið 2020. Vistaskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en auk Ásthildar sitja í stjórn þau Dögg Thomsen, ein stofnenda og í framkvæmdastjórn Empower og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson frumkvöðull og hugbúnaðarsérfræðingur. „Hugbúnaðurinn styður fyrirtæki og stofnanir við að ná betri árangri á sviði jafnréttis og fjölbreytni með mælaborði, markmiðasetningu og örfræðslu. Fyrirhugað er að setja hugbúnaðinn á alþjóðamarkað haustið 2023. Ásthildur er meðeigandi og fjárfestingastjóri hjá Frumtak Ventures. Áður var hún stjórnarformaður félagsins frá 2015-2021. Ásthildur hefur gegnt stjórnarsetu um árabil í ýmsum félögum og í dag er hún stjórnarformaður Controlant, Kaptio og 50skills, auk Empower. Hún var stjórnarformaður Marel á árunum 2014-2021 og sat í stjórn áður frá árinu 2010. Ásthildur var í stjórn Icelandair Group á árunum 2012-2019 og sat í háskólaráði Háskóla Íslands frá 2016-2022. Áður leiddi Ásthildur viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjármögnun, og starfaði sem rekstrarráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafélaginu Accenture. Ásthildur er með MBA frá Rotterdam School of Management og próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ásamt stjórnarsetu í fyrirtækjum í eignasafni Frumtaks situr hún í stjórn Íslandsstofu og ráðgjafaráði Boards Impact Forum. Dögg Thomsen er meðstofnandi Empower og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún hefur yfir 25 ára reynslu sem alþjóðlegur ráðgjafi í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Ameríku og Asíu á sviði stjórnunar og stefnumótunar, markaðs- og samskiptamála, vörumerkjaþróunar, notendaviðmóts og upplifunarhönnunar. Hún hefur unnið með fjölda alþjóðlegra vörumerkja, eins og Barclays, Montblanc, Emirates Women, What's On, The Dubai Mall, WEF og Nobu. Dögg hefur setið í stjórnum félaga í Englandi og Dubai. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson er tæknifrumkvöðull með yfir 10 ára reynslu af farsímaleikjagerð. Jóhann var áður tæknistjóri Plain Vanilla Games og stofnandi leikjafyrirtækjanna Teatime og Dexoris. Hjá þessum fyrirtækjum leiddi Jóhann hönnun tækniarkitektúrs og byggði upp hugbúnaðarteymi, m.a. fyrir leikina QuizUp og Trivia Royale sem urðu á meðal vinsælustu spurningaleikja heims, en þeir náðu báðir fyrsta sæti bandarísku App Store. Jóhann hefur setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Mussila og í ráðgjafaráði Eyris Vaxtar síðan 2021. Jóhann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Transition Labs, sem flytur til landsins sum af flottustu verkefnum heims á sviði græns iðnaðar og loftslagslausna,“ segir í tilkynningunni. Empower var stofnað árið 2020.
Vistaskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira