Farið hefur fé betra: Bless ríkisstjórn Guðbrandur Einarsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem ekkert tillit er tekið til stöðu viðkvæmra hópa, engu við bætt. Eða að ákall væri um að fólk í neyð sé beitt harðneskjulegri meðferð, ráðherrastólar keyptir fyrir milljarða, auðlindir þjóðarinnar afhentar sérhagsmunahópum án eðlilegs endurgjalds og sveitarfélög skilin eftir með milljarðaskuldir vegna grunnþjónustu sem hefur ekki verið fjármögnuð. Við vitum þó að þetta sé ekki ákall samfélagsins þá er þetta samt nákvæm lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að ríkisstjórnin er óhæf til að takast á við viðfangsefni líðandi stundar. Á meðan við glímdum við heimsfaraldur var hægt að fela sig að bak við hann en nú er það ekki hægt lengur. Með hverjum deginum sem líður verðum við æ betur upplýst um að sitjandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem heitið getur til þess að bæta þetta samfélag okkar. Hún er orðin einhvers konar moðsuða um engar breytingar og óbreytt ástand. Á sínum tíma þótti það geta verið hið besta mál að ásarnir á sitt hvorum væng stjórnmálanna mynduðu saman ríkisstjórn þannig að meintri fjármálasnilli Sjálfstæðismanna og velferðar- og loftslagsvinkli Vinstri grænna yrði hrært saman í einn pott og úr því gæti orðið ágætis grautur. En í veruleikanum er þessi grautur óætur. Það sem helst birtist okkur nú er óráðsía í ríkisrekstri, viðvarandi biðlistar og vægðarlaus útlendingapólitík. Orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á landsfundi báru með sér að stefna hennar sé fyrst og fremst að ganga inn í núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Samstarf sem betra væri að stöðva en framlengja. Á sama tíma virðast sumir óttast að ríkisstjórnin geti sprungið ef formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Ég myndi ekki gráta það fyrir hönd þjóðarinnar. Farið hefur fé betra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðbrandur Einarsson Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem ekkert tillit er tekið til stöðu viðkvæmra hópa, engu við bætt. Eða að ákall væri um að fólk í neyð sé beitt harðneskjulegri meðferð, ráðherrastólar keyptir fyrir milljarða, auðlindir þjóðarinnar afhentar sérhagsmunahópum án eðlilegs endurgjalds og sveitarfélög skilin eftir með milljarðaskuldir vegna grunnþjónustu sem hefur ekki verið fjármögnuð. Við vitum þó að þetta sé ekki ákall samfélagsins þá er þetta samt nákvæm lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að ríkisstjórnin er óhæf til að takast á við viðfangsefni líðandi stundar. Á meðan við glímdum við heimsfaraldur var hægt að fela sig að bak við hann en nú er það ekki hægt lengur. Með hverjum deginum sem líður verðum við æ betur upplýst um að sitjandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem heitið getur til þess að bæta þetta samfélag okkar. Hún er orðin einhvers konar moðsuða um engar breytingar og óbreytt ástand. Á sínum tíma þótti það geta verið hið besta mál að ásarnir á sitt hvorum væng stjórnmálanna mynduðu saman ríkisstjórn þannig að meintri fjármálasnilli Sjálfstæðismanna og velferðar- og loftslagsvinkli Vinstri grænna yrði hrært saman í einn pott og úr því gæti orðið ágætis grautur. En í veruleikanum er þessi grautur óætur. Það sem helst birtist okkur nú er óráðsía í ríkisrekstri, viðvarandi biðlistar og vægðarlaus útlendingapólitík. Orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á landsfundi báru með sér að stefna hennar sé fyrst og fremst að ganga inn í núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Samstarf sem betra væri að stöðva en framlengja. Á sama tíma virðast sumir óttast að ríkisstjórnin geti sprungið ef formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Ég myndi ekki gráta það fyrir hönd þjóðarinnar. Farið hefur fé betra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar