Engin laun í leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 22:13 Landsréttur sagði að eftir gildistöku laga um kynrænt sjálfræði teldist kynmisræmi ekki sjúkdómur í skilningi laga. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni. Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla. Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla.
Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira