Engin laun í leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 22:13 Landsréttur sagði að eftir gildistöku laga um kynrænt sjálfræði teldist kynmisræmi ekki sjúkdómur í skilningi laga. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni. Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla. Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla.
Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira