Bandaríkjaher faldi leynilega stjórnstöð í gígum Rauðhóla Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2022 22:42 Friðþór Eydal bendir á grunn ratsjármiðstöðvar Bandaríkjahers í Rauðhólum. Arnar Halldórsson Ein mikilvægasta herstöðin á Íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar var starfrækt í Rauðhólum. Stöðin var vel falin ofan í gervigígum og þaðan var loftvörnum Íslands stjórnað. Nánast ekkert hefur verið ritað um þessa starfsemi opinberlega. Við fjölluðum í fréttum okkar í gær um malarnámið úr Rauðhólum. En það er önnur saga tengd hólunum sem er minna þekkt. Þar var nefnilega eitt leynilegasta og mikilvægasta hernaðarmannvirki stríðsáranna, falið ofan í gervigígum, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Ratsjármiðstöðin var í gígnum vinstra megin, fjarskiptamiðstöðin í gígnum hægra megin.Arnar Halldórsson „Þessi staðsetning hérna var náttúrlega klárlega til þess að verja eða fela staðsetninguna fyrir loftárásum,“ segir Friðþór Eydal, höfundur bóka um umsvif hersins á stríðsárunum. Þar má enn sjá grunna fjarskipta- og ratsjármiðstöðvar, sem Bandaríkjaher hóf að reisa árið 1942 og tók til starfa árið 1943, en miðstöðin var tengd ratsjárstöðvum hersins víða um land. Herbyggingarnar voru hafðar í gígbotnum í vesturhluta Rauðhóla. Norðlingaholtshverfi í baksýn.Arnar Halldórsson „Það var þannig að Bandaríkjaher reisti ratsjárstöðvar víða um land og þær sendu tilkynningar til þessarar miðstöðvar hér í Rauðhólunum. Þaðan voru síðan send fyrirmæli til loftvarnastöðva í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli þar sem loftvarnabyssunum var stjórnað og orustuflugsveitinni sem var á Reykjavíkurflugvelli. Þannig að hér var miðstöðin fyrir þetta kerfi,“ segir Friðþór. Til er gömul ljósmynd úr Rauðhólastöðinni sem sýnir herforingja yfir landakorti, rétt eins og menn þekkja úr bíómyndum um stríðið. Ljósmynd bandaríska hersins úr stjórnstöðinni í Rauðhólum. Þar var tekið við öllum upplýsingum um ferðir þýskra flugvéla og fyrirskipanir sendar út til að mæta þeim.Bandaríkjaher -Þetta hefur verið bara nokkuð mikilvæg stöð og kannski ein sú þýðingarmesta á stríðsárunum? „Þetta var náttúrlega miðstöð loftvarnanna. Það er enginn vafi á því,“ svarar Friðþór. Mikil braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermennina en þegar leið á stríðið árið 1944 var stöðin flutt til Keflavíkurflugvallar. Braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermenn stöðvarinnar. Hægra megin sjást Elliðavatn og Elliðavatnsbærinn. -Það er eins og fólk viti lítið af þessu. Það er ekkert sérstaklega merkt hér hversu merkileg stöð þetta var? „Nei, það hefur raunar lítið verið fjallað um þetta. Ég hef reyndar sagt frá þessum loftvarnaviðbúnaði í mínum bókum. En aðrir hafa nú ekki fjallað mikið eða skoðað þessa sögu neitt frekar,“ segir Friðþór. Ítarlegri umfjöllun er í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. 14. nóvember 2022 22:40 Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Við fjölluðum í fréttum okkar í gær um malarnámið úr Rauðhólum. En það er önnur saga tengd hólunum sem er minna þekkt. Þar var nefnilega eitt leynilegasta og mikilvægasta hernaðarmannvirki stríðsáranna, falið ofan í gervigígum, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Ratsjármiðstöðin var í gígnum vinstra megin, fjarskiptamiðstöðin í gígnum hægra megin.Arnar Halldórsson „Þessi staðsetning hérna var náttúrlega klárlega til þess að verja eða fela staðsetninguna fyrir loftárásum,“ segir Friðþór Eydal, höfundur bóka um umsvif hersins á stríðsárunum. Þar má enn sjá grunna fjarskipta- og ratsjármiðstöðvar, sem Bandaríkjaher hóf að reisa árið 1942 og tók til starfa árið 1943, en miðstöðin var tengd ratsjárstöðvum hersins víða um land. Herbyggingarnar voru hafðar í gígbotnum í vesturhluta Rauðhóla. Norðlingaholtshverfi í baksýn.Arnar Halldórsson „Það var þannig að Bandaríkjaher reisti ratsjárstöðvar víða um land og þær sendu tilkynningar til þessarar miðstöðvar hér í Rauðhólunum. Þaðan voru síðan send fyrirmæli til loftvarnastöðva í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli þar sem loftvarnabyssunum var stjórnað og orustuflugsveitinni sem var á Reykjavíkurflugvelli. Þannig að hér var miðstöðin fyrir þetta kerfi,“ segir Friðþór. Til er gömul ljósmynd úr Rauðhólastöðinni sem sýnir herforingja yfir landakorti, rétt eins og menn þekkja úr bíómyndum um stríðið. Ljósmynd bandaríska hersins úr stjórnstöðinni í Rauðhólum. Þar var tekið við öllum upplýsingum um ferðir þýskra flugvéla og fyrirskipanir sendar út til að mæta þeim.Bandaríkjaher -Þetta hefur verið bara nokkuð mikilvæg stöð og kannski ein sú þýðingarmesta á stríðsárunum? „Þetta var náttúrlega miðstöð loftvarnanna. Það er enginn vafi á því,“ svarar Friðþór. Mikil braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermennina en þegar leið á stríðið árið 1944 var stöðin flutt til Keflavíkurflugvallar. Braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermenn stöðvarinnar. Hægra megin sjást Elliðavatn og Elliðavatnsbærinn. -Það er eins og fólk viti lítið af þessu. Það er ekkert sérstaklega merkt hér hversu merkileg stöð þetta var? „Nei, það hefur raunar lítið verið fjallað um þetta. Ég hef reyndar sagt frá þessum loftvarnaviðbúnaði í mínum bókum. En aðrir hafa nú ekki fjallað mikið eða skoðað þessa sögu neitt frekar,“ segir Friðþór. Ítarlegri umfjöllun er í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. 14. nóvember 2022 22:40 Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. 14. nóvember 2022 22:40
Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54