Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 22:11 Mikið veldi var á FTX um tíma en það keypti meðal annars nafnarétt á leikvangi körfuboltaliðsins Miami Heat. Fyrirtækið var fyrir skemmstu metið á tugi milljarða dollara. AP/Marta Lavandier Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. FTX var ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims en fyrirtækið hrundi eins og spilaborg þegar viðskiptavinir gerðu nokkurs konar áhlaup og vildu skipta rafmyntum sínum út fyrir „hefðbundna“ mynt. Lausafjárþurrðin leiddi til þess að FTX var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í síðustu viku. Þegar tilkynnt var um að FTX hefði sótt um að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli bandarískra gjaldþrotalaga tók John Ray þriðji við af Sam Bankman-Fried sem forstjóri. Ray var skiptastjóri Enron, sem var um skeið stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Það hrundi til grunna eftir að upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli þess. Þrátt fyrir að gjaldþrot Enron sé alræmt í viðskiptasögu Bandaríkjanna sagði Ray í greinargerð sem hann skilaði að hann hefði aldrei á sínum ferli orðið vitni að jafnmikilli óstjórn og algerum skorti á áreiðanlegum upplýsingum um fjármál fyrirtækis og hjá FTX. Stjórn fyrirtækisins hafi verið á hendi örfárra óreyndra og mögulegra spilltra einstaklinga. Ástandið hjá FTX væri fordæmalaust, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Sjóðir fyrirtækisins notaðir til að kaupa íbúðir og muni fyrir starfsmenn Greint hefur verið frá því að allt að milljón kröfuhafar gætu verið í þrotabú FTX þegar það verður tekið til gjaldþrotaskipta. Bandarísk yfirvöld rannsaka hvort að fyrirtækið hafi brotið þarlend lög um verðbréf. Bankman-Fried hefur alls ekki forðast sviðsljósið eftir að hann steig sem hliðar sem forstjóri. Hann hefur meðal annars reynt að útskýra hvað fór úrskeiðis í röð tísta á samfélagsmiðlinum Twitter og í viðtölum við fjölmiðla. Ray sagði í greinargerð sinni að þær yfirlýsingar Bankman-Fried hefðu verið „reikular og misvísandi“. Í gjaldþrotaumsókn FTX var gert grein fyrir aragrúa tengdra fyrirtækja víða um heim, meira en 130 talsins. Ray segir að sleifarlag hafi verið á rekstri margra þeirra. Aldrei var haldinn stjórnarfundur hjá mörgum þeirra. Þá benti Ray á að svo virtist sem að fjármunir FTX hafi verið notaðir til þess að kaupa íbúðir og aðra muni fyrir starfsmenn, meðal annars á Bahamaeyjum. Ekki séu til gögn um sum af þeim kaupum og ákveðnar fasteignir hafi verið skráðar í nafni starfsmannanna sjálfra og ráðgjafa fyrirtækisins. Fjárfestir í FTX hefur nú stefnt Bankman-Fried og ýmsum stórstjörnum sem tóku þátt í að markaðssetja fyrirtækið eins og Steph Curry og Tom Brady fyrir að valda fjárfestum milljarða dollara fjártjóni. Rafmyntir Bandaríkin Fjártækni Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33 FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. 11. nóvember 2022 14:43 Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
FTX var ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims en fyrirtækið hrundi eins og spilaborg þegar viðskiptavinir gerðu nokkurs konar áhlaup og vildu skipta rafmyntum sínum út fyrir „hefðbundna“ mynt. Lausafjárþurrðin leiddi til þess að FTX var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í síðustu viku. Þegar tilkynnt var um að FTX hefði sótt um að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli bandarískra gjaldþrotalaga tók John Ray þriðji við af Sam Bankman-Fried sem forstjóri. Ray var skiptastjóri Enron, sem var um skeið stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Það hrundi til grunna eftir að upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli þess. Þrátt fyrir að gjaldþrot Enron sé alræmt í viðskiptasögu Bandaríkjanna sagði Ray í greinargerð sem hann skilaði að hann hefði aldrei á sínum ferli orðið vitni að jafnmikilli óstjórn og algerum skorti á áreiðanlegum upplýsingum um fjármál fyrirtækis og hjá FTX. Stjórn fyrirtækisins hafi verið á hendi örfárra óreyndra og mögulegra spilltra einstaklinga. Ástandið hjá FTX væri fordæmalaust, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Sjóðir fyrirtækisins notaðir til að kaupa íbúðir og muni fyrir starfsmenn Greint hefur verið frá því að allt að milljón kröfuhafar gætu verið í þrotabú FTX þegar það verður tekið til gjaldþrotaskipta. Bandarísk yfirvöld rannsaka hvort að fyrirtækið hafi brotið þarlend lög um verðbréf. Bankman-Fried hefur alls ekki forðast sviðsljósið eftir að hann steig sem hliðar sem forstjóri. Hann hefur meðal annars reynt að útskýra hvað fór úrskeiðis í röð tísta á samfélagsmiðlinum Twitter og í viðtölum við fjölmiðla. Ray sagði í greinargerð sinni að þær yfirlýsingar Bankman-Fried hefðu verið „reikular og misvísandi“. Í gjaldþrotaumsókn FTX var gert grein fyrir aragrúa tengdra fyrirtækja víða um heim, meira en 130 talsins. Ray segir að sleifarlag hafi verið á rekstri margra þeirra. Aldrei var haldinn stjórnarfundur hjá mörgum þeirra. Þá benti Ray á að svo virtist sem að fjármunir FTX hafi verið notaðir til þess að kaupa íbúðir og aðra muni fyrir starfsmenn, meðal annars á Bahamaeyjum. Ekki séu til gögn um sum af þeim kaupum og ákveðnar fasteignir hafi verið skráðar í nafni starfsmannanna sjálfra og ráðgjafa fyrirtækisins. Fjárfestir í FTX hefur nú stefnt Bankman-Fried og ýmsum stórstjörnum sem tóku þátt í að markaðssetja fyrirtækið eins og Steph Curry og Tom Brady fyrir að valda fjárfestum milljarða dollara fjártjóni.
Rafmyntir Bandaríkin Fjártækni Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33 FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. 11. nóvember 2022 14:43 Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33
FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. 11. nóvember 2022 14:43
Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00